Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 14:24 Skjáskot úr myndbandi sem Sólný tók af hraunstróknum í gærkvöldi. „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Innlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira