Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 14:24 Skjáskot úr myndbandi sem Sólný tók af hraunstróknum í gærkvöldi. „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira