Eiga iðjuþjálfar heima í grunnskólum landsins? Guðrún Agla Gunnarsdóttir, Herdís Júlía Júlíusdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir skrifa 4. maí 2021 10:32 Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun