Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 11:13 Grímuklæddir kjósendur bíða fyrir utan kjörstað í Madrid í morgun. Eldri borgarar voru beðnir um að kjósa á tilteknum tíma í morgun. Vísir/EPA Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnarinnar, boðaði til kosninganna eftir að samsteypustjórn mið- og hægriflokka liðaðist í sundur. Hún hefur markað sér sérstöðu með því að leggjast gegn ströngum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og gagnrýna aðgerðir miðvinstristjórnar Sósíalistaflokksins. Forsetinn hefur þannig haldið veitingahúsum, börum, söfnum og tónleikastöðum opnum í sjálfstjórnarhéraðinu. Í þakkarskyni hafa margir veitingastaðir nefnt rétti og matseðla til heiðurs Díaz Ayuso. Madrid var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í heiminum í upphafi hans síðasta vor. Þrátt fyrir að þar búi 14% af íbúum Spánar hafa um 20% kórónuveirusmita og dauðsfalla átt sér stað þar. Kosningabaráttan hefur verið ein sú harðasta á seinni tímum á Spáni og hafa frambjóðendur skipst á gífuryrðum hver um annan, að sögn spænska dagblaðsins El País. Díaz Ayuso hefur lýst kosningunum í ár sem vali á milli „frelsis“ annars vegar og „kommúnisma“ hins vegar. AP-fréttastofan segir að sumar skoðanakannanir bendi til þess að Lýðflokkur Díaz Ayuso gæti náð hreinum meirihluta en flestar þeirra sýni flokkinn með rúmlega 40% atkvæða. Gangi það eftir fengi Lýðflokkurinn um tvöfalt fleiri héraðsþingmenn nú en árið 2019. Líklegast sé að öfgahægriflokkurinn Vox yrði þá í oddastöðu eftir kosningarnar þrátt fyrir að Díaz Ayuso hafi laðað að sér fólk sem hefur kosið flokkinn í undanförnum kosningum. Ólíklegra er talið að flokkar af miðjunni og vinstri vængnum vinni meirihluta í kosningunum. Pablo Iglesias, leiðtogi vinstriflokksins Sameinaðar getum við, lét af ráðherraembætti í landsstjórninni til að bjóða sig fram í héraðskosningunum í Madrid. Andstaða Díaz Ayuso við sóttvarnaaðgerðir hefur aflað henni vinsælda hjá eigendum veitingastaðar í Madrid. Á myndinni af henni í glugga þessa veitingastaðar stendur: „Við erum öll Ayuso. Takk fyrir að passa upp á okkur!“.AP/Bernat Armangue Samstarfsflokkurinn gæti þurrkast út Fram að þessu hefur Lýðflokkurinn, stærsti hægriflokkur Spánar, undir stjórn Pablo Casado reynt að fjarlægja sig öfgahægri þjóðernishyggju Vox. Fari sem horfi gæti Díaz Ayuso aftur á móti þurft að reiða sig á stuðning flokksins til þess að mynda héraðsstjórn. Vox varði héraðsstjórn Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna falli en átti ekki sæti í stjórninni eftir síðustu kosningarnar árið 2019. Díaz Ayuso sleit samstarfi við Borgarana og boðaði til nýrra kosninga eftir að Borgararnir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn um að leggja fram vantrauststillögur gegn stjórn Lýðflokksins í Murcia-héraði fyrr á þessu ári. Reuters-fréttastofan segir nú útlit fyrir að Borgararnir þurrkist út í héraðsþingskosningunum í Madrid. Sósíalistaflokkurinn, sem stýrir landinu í samstarfi við Sameinaðar getum við, sér fram á missa helming þingflokks síns á héraðsþinginu. Saman virðast vinstri flokkarnir aðeins ætla að ná um 64 af 136 sætum þar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox í Madrid, greiddi atkvæði í morgun. Hún gæti haft örlög héraðsstjórnarinnar í höndum sér þegar úrslitin liggja fyrir.Vísir/EPA Langar raðir og sérstakar ráðstafanir Kosningarnar í dag fara fram með nokkuð óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að staðartíma og þurfa kjósendur að vera með tvær grímur og gæta að fjarlægðarmörkum. Aðskildir inn- og útgangar eru á kjörstöðum og plastskermar verja starfsmenn kjörstjórnar. Eldra fólk var hvatt til þess að greiða atkvæði á tveggja klukkustunda tímabili um miðjan morgun. Fólk sem er í sóttkví vegna Covid-19 á að koma á kjörstað síðustu klukkustundina sem þeir eru opnir. El País segir að langar raðir hafi myndast við kjörstaði í morgun. Kjörstöðum verður lokað klukkan átta í kvöld að staðartíma en héraðsstjórnin hefur þegar sagt að allir þeir sem eru mættir í röð fyrir þann tíma fái að greiða atkvæði. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnarinnar, boðaði til kosninganna eftir að samsteypustjórn mið- og hægriflokka liðaðist í sundur. Hún hefur markað sér sérstöðu með því að leggjast gegn ströngum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og gagnrýna aðgerðir miðvinstristjórnar Sósíalistaflokksins. Forsetinn hefur þannig haldið veitingahúsum, börum, söfnum og tónleikastöðum opnum í sjálfstjórnarhéraðinu. Í þakkarskyni hafa margir veitingastaðir nefnt rétti og matseðla til heiðurs Díaz Ayuso. Madrid var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í heiminum í upphafi hans síðasta vor. Þrátt fyrir að þar búi 14% af íbúum Spánar hafa um 20% kórónuveirusmita og dauðsfalla átt sér stað þar. Kosningabaráttan hefur verið ein sú harðasta á seinni tímum á Spáni og hafa frambjóðendur skipst á gífuryrðum hver um annan, að sögn spænska dagblaðsins El País. Díaz Ayuso hefur lýst kosningunum í ár sem vali á milli „frelsis“ annars vegar og „kommúnisma“ hins vegar. AP-fréttastofan segir að sumar skoðanakannanir bendi til þess að Lýðflokkur Díaz Ayuso gæti náð hreinum meirihluta en flestar þeirra sýni flokkinn með rúmlega 40% atkvæða. Gangi það eftir fengi Lýðflokkurinn um tvöfalt fleiri héraðsþingmenn nú en árið 2019. Líklegast sé að öfgahægriflokkurinn Vox yrði þá í oddastöðu eftir kosningarnar þrátt fyrir að Díaz Ayuso hafi laðað að sér fólk sem hefur kosið flokkinn í undanförnum kosningum. Ólíklegra er talið að flokkar af miðjunni og vinstri vængnum vinni meirihluta í kosningunum. Pablo Iglesias, leiðtogi vinstriflokksins Sameinaðar getum við, lét af ráðherraembætti í landsstjórninni til að bjóða sig fram í héraðskosningunum í Madrid. Andstaða Díaz Ayuso við sóttvarnaaðgerðir hefur aflað henni vinsælda hjá eigendum veitingastaðar í Madrid. Á myndinni af henni í glugga þessa veitingastaðar stendur: „Við erum öll Ayuso. Takk fyrir að passa upp á okkur!“.AP/Bernat Armangue Samstarfsflokkurinn gæti þurrkast út Fram að þessu hefur Lýðflokkurinn, stærsti hægriflokkur Spánar, undir stjórn Pablo Casado reynt að fjarlægja sig öfgahægri þjóðernishyggju Vox. Fari sem horfi gæti Díaz Ayuso aftur á móti þurft að reiða sig á stuðning flokksins til þess að mynda héraðsstjórn. Vox varði héraðsstjórn Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna falli en átti ekki sæti í stjórninni eftir síðustu kosningarnar árið 2019. Díaz Ayuso sleit samstarfi við Borgarana og boðaði til nýrra kosninga eftir að Borgararnir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn um að leggja fram vantrauststillögur gegn stjórn Lýðflokksins í Murcia-héraði fyrr á þessu ári. Reuters-fréttastofan segir nú útlit fyrir að Borgararnir þurrkist út í héraðsþingskosningunum í Madrid. Sósíalistaflokkurinn, sem stýrir landinu í samstarfi við Sameinaðar getum við, sér fram á missa helming þingflokks síns á héraðsþinginu. Saman virðast vinstri flokkarnir aðeins ætla að ná um 64 af 136 sætum þar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox í Madrid, greiddi atkvæði í morgun. Hún gæti haft örlög héraðsstjórnarinnar í höndum sér þegar úrslitin liggja fyrir.Vísir/EPA Langar raðir og sérstakar ráðstafanir Kosningarnar í dag fara fram með nokkuð óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að staðartíma og þurfa kjósendur að vera með tvær grímur og gæta að fjarlægðarmörkum. Aðskildir inn- og útgangar eru á kjörstöðum og plastskermar verja starfsmenn kjörstjórnar. Eldra fólk var hvatt til þess að greiða atkvæði á tveggja klukkustunda tímabili um miðjan morgun. Fólk sem er í sóttkví vegna Covid-19 á að koma á kjörstað síðustu klukkustundina sem þeir eru opnir. El País segir að langar raðir hafi myndast við kjörstaði í morgun. Kjörstöðum verður lokað klukkan átta í kvöld að staðartíma en héraðsstjórnin hefur þegar sagt að allir þeir sem eru mættir í röð fyrir þann tíma fái að greiða atkvæði.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45