„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2021 20:02 Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni. Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Starfsfólk Skógræktar Reykjavíkur fór um svæðið í dag til að meta skemmdir. Slökkviliðið áætlar að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið eða um 200 hektarar og blasti sviðin jörð því víða við í dag. „Verðmætasta svæði Heiðmerkur þar sem að skógurinn er hvað hæstur hann slapp en hér höfðu verið mjög miklar gróðursetningar á síðustu árum. Við erum með landnemaspildur og það eru heilmargir sjálfboðaliðar sem að hafa verið að gróðursetja í þágu loftlags og skógræktar á Íslandi. Við eigum eftir að fara yfir þau svæði og hvort að það sé skemmt. Kjarnastígarnir í Heiðmörk virðast hafa sloppið, bæði Vífilstaðahlíð, Furulundur og Ríkishringurinn sem margir þekkja,“ Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fór um svæðið í dag til að meta tjónið.Vísir/Einar „Þetta er örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi eða skógi sem við höfum tekist á við. Við höfum náttúrulega brunann á Mýrum hér forðum daga sem að náttúrulega var geysistórt svæði en það var svona meira mosi og jarðvegur en þetta er náttúrulega skógarlendi. Þetta er útivistarsvæði höfuðborgarbúa og þetta er sá stærsti sem við höfum lent í hér,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að þegar mest hafi verið í gær hafi verið um hundrað manns á svæðinu við slökkvistörf. Bruninn varð að hluta til á vatnsverndarsvæði en koma tókst í veg fyrir að eldurinn bærist á viðkvæmustu svæðin þar. Búist er áfram við þurru veðri næstu daga og er fólk hvatt til að fara varlega með eld úti í náttúrunni.
Gróðureldar í Heiðmörk Slökkvilið Skógrækt og landgræðsla Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35
Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. 4. maí 2021 21:53