Í beinni frá Laugardalshöllinni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2021 06:30 Kynningarmynd um mótin sem haldin verða hér á landi í maí. Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. MSI er eitt stærsta mót ársins í League of Legends, og eins og áður segir verður það haldið í Laugardalshöll í ár. Sigurvegarar tólf stærstu deilda heims fá boð um að taka þátt, en GAM Esports frá Víetnam gátu ekki tekið þátt vegna strangra sóttvarnarreglna þar í landi. John Needham, yfirmaður rafíþrótta hjá Riot Games sem framleiðir League of Legends, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann var meðal annars spurður af hverju Ísland hefði verið valið til að halda mótið í ár. „Við gerðum stórt áhættumat varðandi kórónaveirufaraldurinn og skoðuðum borgir út um allan heim. Eftir það stóðu vel á annan tug borga sem komu til greina.“ „Reykjavík var valin eftir miklar vangaveltur þar sem við einblíndum á kórónaveriufaraldurinn, ferðalög og fleira. Ísland var það land sem stóð sig lang best varðandi kórónaveirufaraldurinn af þeim löndum sem komu til greina.“ Stöð 2 eSport mun eins og áður segir vera í beinni frá öllum keppnisdögunum en mótið hefst í dag og stendur yfir til 22. maí. Rafíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport
MSI er eitt stærsta mót ársins í League of Legends, og eins og áður segir verður það haldið í Laugardalshöll í ár. Sigurvegarar tólf stærstu deilda heims fá boð um að taka þátt, en GAM Esports frá Víetnam gátu ekki tekið þátt vegna strangra sóttvarnarreglna þar í landi. John Needham, yfirmaður rafíþrótta hjá Riot Games sem framleiðir League of Legends, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann var meðal annars spurður af hverju Ísland hefði verið valið til að halda mótið í ár. „Við gerðum stórt áhættumat varðandi kórónaveirufaraldurinn og skoðuðum borgir út um allan heim. Eftir það stóðu vel á annan tug borga sem komu til greina.“ „Reykjavík var valin eftir miklar vangaveltur þar sem við einblíndum á kórónaveriufaraldurinn, ferðalög og fleira. Ísland var það land sem stóð sig lang best varðandi kórónaveirufaraldurinn af þeim löndum sem komu til greina.“ Stöð 2 eSport mun eins og áður segir vera í beinni frá öllum keppnisdögunum en mótið hefst í dag og stendur yfir til 22. maí.
Rafíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport