Þverárhlíð fær fyrsta slitlagið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 15:15 Í fyrrasumar var slitlag lagt á sex kílómetra kafla gamla hringvegarins milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar, meðfram Hvítárvöllum. 24 kílómetrar malbiks eru að bætast við í Borgarfjarðarhéraði á þessu og næsta ári. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á 8,5 kílómetra kafla um Þverárhlíð í Borgarfirði. Þetta verður í fyrsta sinn sem vegur í sveitinni er lagður bundnu slitlagi, að sögn Valgeirs Ingólfssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Borgarnesi. Kaflinn sem á að malbika er austanmegin í Þverárhlíð og teygir sig raunar niður í Hvítársíðu. Hann nær frá gatnamótum Borgarfjarðarbrautar ofan Kljáfoss, framhjá kirkjustaðnum Norðtungu og að Högnastöðum. Tilboðsfrestur rennur út þann 18. maí næstkomandi og má gera ráð fyrir að framkvæmdir verði komnar á fullt fyrri hluta sumars. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2022. Fleiri vegarbætur eru framundan í Borgarfjarðarhéraði. Vegagerðin hefur einnig boðið út lagningu bundins slitlags á Melasveitarveg. Þar á að malbika 4,9 kílómetra kafla milli Bakka og svínabúsins á Melum. Tilboðsfrestur er sömuleiðis til 18. maí og á vegurinn að vera tilbúinn eigi síðar en 30. júní 2022. Ofan Húsafells er Borgarverk ehf. að leggja slitlag á 2,8 kílómetra kafla milli Hvítár og Kalmanstungu og á Mýrum vestan Borgarness er Þróttur ehf. að leggja slitlag á 7,5 kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar, milli gatnamóta Snæfellsnesvegar við Langárfoss og Leirulækjar. Báðir kaflarnir eiga að klárast fyrir 1. ágúst í sumar. Með þessum fjórum verkefnum bætast alls um 24 kílómetrar malbiks á sveitavegi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á þessu og næsta ári. Vegagerð Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Kaflinn sem á að malbika er austanmegin í Þverárhlíð og teygir sig raunar niður í Hvítársíðu. Hann nær frá gatnamótum Borgarfjarðarbrautar ofan Kljáfoss, framhjá kirkjustaðnum Norðtungu og að Högnastöðum. Tilboðsfrestur rennur út þann 18. maí næstkomandi og má gera ráð fyrir að framkvæmdir verði komnar á fullt fyrri hluta sumars. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júlí 2022. Fleiri vegarbætur eru framundan í Borgarfjarðarhéraði. Vegagerðin hefur einnig boðið út lagningu bundins slitlags á Melasveitarveg. Þar á að malbika 4,9 kílómetra kafla milli Bakka og svínabúsins á Melum. Tilboðsfrestur er sömuleiðis til 18. maí og á vegurinn að vera tilbúinn eigi síðar en 30. júní 2022. Ofan Húsafells er Borgarverk ehf. að leggja slitlag á 2,8 kílómetra kafla milli Hvítár og Kalmanstungu og á Mýrum vestan Borgarness er Þróttur ehf. að leggja slitlag á 7,5 kílómetra kafla Álftaneshreppsvegar, milli gatnamóta Snæfellsnesvegar við Langárfoss og Leirulækjar. Báðir kaflarnir eiga að klárast fyrir 1. ágúst í sumar. Með þessum fjórum verkefnum bætast alls um 24 kílómetrar malbiks á sveitavegi í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á þessu og næsta ári.
Vegagerð Borgarbyggð Hvalfjarðarsveit Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41 Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. 19. júlí 2020 22:41
Stálbrú frá 1899 fær andlitslyftingu "Það kemur eitt og eitt svona verkefni þar sem verið er að halda við minjum áður en þær fara í vaskinn,“ segir Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem nú annast endursmíði nítjándu aldar stálbrúar í Borgarfirði. 20. september 2011 04:00