Enginn skilinn eftir Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2021 08:30 Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa. Niðurstaðan er að faraldurinn hefur haft áhrif á fólk í öllum aldurshópum og eru vísbendingar um að áhrifin séu mest á ungt fólk og svo þau sem eldri eru. Með auknu atvinnuleysi er ljóst að neikvæð áhrif á líðan verði meiri, það er því mikil þörf fyrir mótvægisaðgerðir eins og Reykjavíkurborg setti tóninn með í Græna planinu. Þar er horft til þess að sú græna umbreyting sem fyrirhuguð er í borginni byggi á réttlæti, sanngirni og þátttöku og að íbúar búi við öryggi og geti haft jákvæð áhrif á eigið líf og annarra í nútíð og framtíð. Vinna, vinna, vinna Við höfum ekki bara varið störf hjá borginni heldur fjárfest í tímabundnum viðbótarstörfum til að skapa tækifæri fyrir fólk sem misst hefur vinnuna eða fær ekki tækifæri á vinnumarkaði til að bæta við reynslu sína. Þessi störf eru hluti af þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem samþykkt var að fara í. Starfsmönnum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 5% á síðasta ári, alls um 348 og starfa þeir yfir 90% í velferðar og menntamálum að þjónusta íbúa. Sumarstörfum var fjölgað í fyrra þar sem í boði voru 200 sumarstörf fyrir 17 ára og 400 sumarstörf fyrir 18 ára og eldri auk sumarafleysininga, þar vorum við ekki síst að horfa til erfiðleika stúdenta við að fá sumarstörf og verkefni þeirra voru hreint út sagt fjölbreytt og mikilvæg. Eins voru samþykkt 200 störf fyrir einstaklinga á atvinnuleysisbótum bótarétt og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar án bótaréttar. Sama er upp á teningnum í ár en komið hefur verið upp Atvinnu- og virknimiðlun og markvissu samstarfi við Hugarafl sem eru með þjónustu við yngri einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir og fá fjárhagsaðstoð og framfærslu. Sumarstörfin hjá Reykjavíkurborg í ár eru tæplega 1700, þar af um 250 störf fyrir 17 ára einstaklinga. Samfélagið allt En lífið er ekki bara vinna og við höfum sannarlega reynt að bregðast við stöðunni um alla borg með fjölbreyttum hætti. Það hefur verið farið í fjölmargar og fjölþættar aðgerðir, þvert á aldurshópa og hin ýmsu svið og stofnanir borgarinnar til að stuðla að betri líðan og aukinni virkni á tímum covid-19. Fyrir elsta aldurshópinn hafa verkefni líkt og „spjöllum saman“ verið komið á laggirnar en þar sem haft var samband við alla 85 ára og eldri sem búa einir og voru með þjónustu frá velferðarsviði. Þetta verkefni var svo víkkað enn frekar út og aldurshópurinn breikkaður og öllum boðið að eignast símavini. Þetta var gert í góðri samvinnu við Félag eldri borgara, Landsamband eldri borgara og Rauða krossinn. Eins var flýtt fyrir svokallaðri Velferðartæknismiðju velferðasviðs þar sem skjáheimsóknir með myndsímtölum voru tekin upp. Farið var í að efla félagsstarf fullorðinna með styrk frá Félags- og barnamálaráðuneytinu með áherslu á hreyfingu og andlega heilsu með hinum ýmsum námskeiðum til dæmis í notkun snjalltækja. Haft var að leiðarljósi að reyna að raska sem minnst lífi hópa sem að eru í meiri hættu á félagslegri einangrun. Sem dæmi var hugað sérstaklega að fötluðum einstaklingum í búsetuúrræðum á vegum velferðarsviðs. Þar varð að færa félagsstarfið og virknina heim enda ekki unt að sækja sjúkraþjálfun, aðra hreyfingu eða félagslíf utan heimilis svo vikum skipti. Ráðgjafar í þjónustumiðstöðum fóru í átak í að hringja í borgarbúa og eins voru haldnir reglubundnir upplýsingafundir með hagsmunasamtökum og réttindagæslumönnum fatlaðs fólks á mismunandi stigum faraldursins. Vinnumarkaðsaðgerðir og sumarstörf í skapandi greinum voru líka nýtt til að skapa skemmtilegar samverustundir í íbúðarkjörnum fatlaðra einstaklinga og eins voru sumarstörf nýtt til stykrja starfsemi íbúðarkjarna og sambýla til að styðja betur að félagsþáttöku íbúa. Hvað varðar málefni barna og ungmenna þá hefur verið farið í hinar ýmsu aðgerðir til að styðja betur við börna í viðkvæmri stöðu, börn sem bíða skólaþjónustu en þeim hefur fjölgað nú á tímum covid og við því þarf að bregðast. Í boði er sérstakur íþrótta og tómstundarstyrkur til barna tekjulágra foreldra og við höfum breytt reglum þannig að börn foreldra sem fá fjárhagsaðstoð til framfæslu eru gjaldfrjálst í mat í skóla, frístund og leikskóla og geta fengið styrki til frekari tómstunda. Vinnumarkaðsaðgerðir gerðu líka kleift að ráða inn starfssmenn fyrir Velkomin verkefnið sem er sérstaklega miðað að foreldrum og börnum af erlendum uppruna í borginni en við viljum sannarlega taka vel á móti öllum nýjum íbúum í Reykjavík. Það er erfitt að flytja til nýs lands hvað þá á tímum heimsfaraldurs og tilheyrandi samkomutakmarkana. Það er alveg ljóst að Covid-19 hefur haft áhrif á líðan hinna ýmsu hópa og þurfum við að taka vel utan um hvort annað og samfélagið allt. Hér hef ég nefnt nokkur af verkefnum Reykjavíkur en við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að heilsu og hamingju allra borgarbúa. Verum skapandi og pössum að halda í samstöðuna nú þegar vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri. Við þurfum líka samstöðu í uppbyggingunni, samstöðu um að enginn verði skilinn eftir. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa. Niðurstaðan er að faraldurinn hefur haft áhrif á fólk í öllum aldurshópum og eru vísbendingar um að áhrifin séu mest á ungt fólk og svo þau sem eldri eru. Með auknu atvinnuleysi er ljóst að neikvæð áhrif á líðan verði meiri, það er því mikil þörf fyrir mótvægisaðgerðir eins og Reykjavíkurborg setti tóninn með í Græna planinu. Þar er horft til þess að sú græna umbreyting sem fyrirhuguð er í borginni byggi á réttlæti, sanngirni og þátttöku og að íbúar búi við öryggi og geti haft jákvæð áhrif á eigið líf og annarra í nútíð og framtíð. Vinna, vinna, vinna Við höfum ekki bara varið störf hjá borginni heldur fjárfest í tímabundnum viðbótarstörfum til að skapa tækifæri fyrir fólk sem misst hefur vinnuna eða fær ekki tækifæri á vinnumarkaði til að bæta við reynslu sína. Þessi störf eru hluti af þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem samþykkt var að fara í. Starfsmönnum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 5% á síðasta ári, alls um 348 og starfa þeir yfir 90% í velferðar og menntamálum að þjónusta íbúa. Sumarstörfum var fjölgað í fyrra þar sem í boði voru 200 sumarstörf fyrir 17 ára og 400 sumarstörf fyrir 18 ára og eldri auk sumarafleysininga, þar vorum við ekki síst að horfa til erfiðleika stúdenta við að fá sumarstörf og verkefni þeirra voru hreint út sagt fjölbreytt og mikilvæg. Eins voru samþykkt 200 störf fyrir einstaklinga á atvinnuleysisbótum bótarétt og fyrir notendur fjárhagsaðstoðar án bótaréttar. Sama er upp á teningnum í ár en komið hefur verið upp Atvinnu- og virknimiðlun og markvissu samstarfi við Hugarafl sem eru með þjónustu við yngri einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir og fá fjárhagsaðstoð og framfærslu. Sumarstörfin hjá Reykjavíkurborg í ár eru tæplega 1700, þar af um 250 störf fyrir 17 ára einstaklinga. Samfélagið allt En lífið er ekki bara vinna og við höfum sannarlega reynt að bregðast við stöðunni um alla borg með fjölbreyttum hætti. Það hefur verið farið í fjölmargar og fjölþættar aðgerðir, þvert á aldurshópa og hin ýmsu svið og stofnanir borgarinnar til að stuðla að betri líðan og aukinni virkni á tímum covid-19. Fyrir elsta aldurshópinn hafa verkefni líkt og „spjöllum saman“ verið komið á laggirnar en þar sem haft var samband við alla 85 ára og eldri sem búa einir og voru með þjónustu frá velferðarsviði. Þetta verkefni var svo víkkað enn frekar út og aldurshópurinn breikkaður og öllum boðið að eignast símavini. Þetta var gert í góðri samvinnu við Félag eldri borgara, Landsamband eldri borgara og Rauða krossinn. Eins var flýtt fyrir svokallaðri Velferðartæknismiðju velferðasviðs þar sem skjáheimsóknir með myndsímtölum voru tekin upp. Farið var í að efla félagsstarf fullorðinna með styrk frá Félags- og barnamálaráðuneytinu með áherslu á hreyfingu og andlega heilsu með hinum ýmsum námskeiðum til dæmis í notkun snjalltækja. Haft var að leiðarljósi að reyna að raska sem minnst lífi hópa sem að eru í meiri hættu á félagslegri einangrun. Sem dæmi var hugað sérstaklega að fötluðum einstaklingum í búsetuúrræðum á vegum velferðarsviðs. Þar varð að færa félagsstarfið og virknina heim enda ekki unt að sækja sjúkraþjálfun, aðra hreyfingu eða félagslíf utan heimilis svo vikum skipti. Ráðgjafar í þjónustumiðstöðum fóru í átak í að hringja í borgarbúa og eins voru haldnir reglubundnir upplýsingafundir með hagsmunasamtökum og réttindagæslumönnum fatlaðs fólks á mismunandi stigum faraldursins. Vinnumarkaðsaðgerðir og sumarstörf í skapandi greinum voru líka nýtt til að skapa skemmtilegar samverustundir í íbúðarkjörnum fatlaðra einstaklinga og eins voru sumarstörf nýtt til stykrja starfsemi íbúðarkjarna og sambýla til að styðja betur að félagsþáttöku íbúa. Hvað varðar málefni barna og ungmenna þá hefur verið farið í hinar ýmsu aðgerðir til að styðja betur við börna í viðkvæmri stöðu, börn sem bíða skólaþjónustu en þeim hefur fjölgað nú á tímum covid og við því þarf að bregðast. Í boði er sérstakur íþrótta og tómstundarstyrkur til barna tekjulágra foreldra og við höfum breytt reglum þannig að börn foreldra sem fá fjárhagsaðstoð til framfæslu eru gjaldfrjálst í mat í skóla, frístund og leikskóla og geta fengið styrki til frekari tómstunda. Vinnumarkaðsaðgerðir gerðu líka kleift að ráða inn starfssmenn fyrir Velkomin verkefnið sem er sérstaklega miðað að foreldrum og börnum af erlendum uppruna í borginni en við viljum sannarlega taka vel á móti öllum nýjum íbúum í Reykjavík. Það er erfitt að flytja til nýs lands hvað þá á tímum heimsfaraldurs og tilheyrandi samkomutakmarkana. Það er alveg ljóst að Covid-19 hefur haft áhrif á líðan hinna ýmsu hópa og þurfum við að taka vel utan um hvort annað og samfélagið allt. Hér hef ég nefnt nokkur af verkefnum Reykjavíkur en við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að stuðla að heilsu og hamingju allra borgarbúa. Verum skapandi og pössum að halda í samstöðuna nú þegar vonandi fer að sjá fyrir endann á þessum faraldri. Við þurfum líka samstöðu í uppbyggingunni, samstöðu um að enginn verði skilinn eftir. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun