Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun Snorri Másson skrifar 8. maí 2021 12:20 Elísabet Segler Guðbjörnsdóttir lést árið 2019, eftir að hafa leitað ítrekað til geðdeildar Landspítalans án þess að fá þó innlögn. Henni var nauðgað þegar hún var 16 ára en tapaði málum sínum fyrir íslenskum dómstólum. Instagram „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. Guðbjörn segir að fyrstu niðurstöður í rannsókn embættis Landlæknis sýni að mistök hafi verið gerð í umönnun á dóttur hans, Sólveigu Elísabetu Segler Guðbjörnsdóttur, sem svipti sig lífi árið 2019 eftir að hafa ítrekað leitað til geðdeildar Landspítalans. Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður og söngvari bíður endanlegrar niðurstöðu Landlæknis í máli dóttur hans. „Mér finnst líka óþægilegt, erfitt og sársaukafullt að ræða þessa hluti. Ég er afskaplega þreyttur eftir þessa viku af því að allt rifjast upp fyrir mér,“ skrifar Guðbjörn í færslu í tilefni af mikilli umræðu í samfélaginu um kynferðisbrot undanfarna daga. Elísabet dóttir hans hafði árum saman fyrir andlát sitt glímt við eftirköst nauðgunar sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Hún kærði en tapaði málinu fyrir tveimur dómstigum. „Hún jafnaði sig aldrei á nauðguninni og enn síður af sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands,“ skrifar Guðbjörn, sem veitti Vísi leyfi til þess að fjalla um færslu hans. Guðbjörn gagnrýnir ekki aðeins dómskerfið fyrir að hafa ekki trúað dóttur sinni, heldur einnig Landspítalann, sem brást henni þegar hún leitaði hjálpar. „Nóttina sem henni tókst að binda enda á þjáningar sínar var henni hent út af bráðamóttöku LSH snemma morguns og út á bílaplanið. Hún komst heim við illan leik og um tveimur klukkustundum síðar var hún farin frá okkur,“ skrifar Guðbjörn. „Ekki þess virði að hjálpa eða bjarga“ Elísabet tjáði sig opinskátt og opinberlega um sára reynslu sína á sínum tíma, eins og lesa má um í þessari grein. Að sögn föður hennar var hún orðin eins og skuggi af sjálfri sér eftir nauðgunina og veikindi hennar ágerðust. Elísabet reyndi að leita sér hjálpar hjá geðdeild Landspítalans en þar fann hún að sögn Guðbjörns enga hjálp. „Hún var lögð nokkrum sinnum á bráðamóttöku LSB í einhverskonar geðrofi og vandræðum eða eftir sjálfsmorðstilraunir og þar var ekki neina hjálp að finna. Elísabet var að mati geðheilbrigðiskerfisins ekki þess virði að hjálpa eða bjarga, enda að þeirra mati ekki í "viðkvæmum hóp" eða með frægt podcast. Við foreldrarnir og systur hennar reyndum að fá hjálp hjá kerfinu en þar var enga hjálp að fá. Þrátt fyrir að við segðum LSH margsinnis að hún væri í lífshættu var ekki hlustað á okkur. Elísabet sjálf sagði a.m.k. fjórum sinnum á LSH að hún ætlaði að fremja sjálfsmorð en enginn trúði henni. Þetta fór inn um annað eyrað og út um hitt,“ skrifar Guðbjörn. Af þessum sökum sendi Guðbjörn inn kvörtun til Landlæknis um þá meðferð, eða skort á meðferð, sem dóttir hans hlaut. Embættið tók málið til rannsóknar og fyrstu niðurstöður benda að sögn Guðbjörns til þess að mistök hafi átt sér stað. „Ég bíð enn lokaniðurstöðu Landlæknis. Ég er ekki bjartsýnn á að hún verði góð og það er af því að ég er mikill raunsæismaður. Það trúir nefnilega í raun enginn fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Fólki finnst óþægilegt að ræða nauðganir eða geðrænan vanda fólks, ekki síst ef þetta fer saman.“ Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Guðbjörn segir að fyrstu niðurstöður í rannsókn embættis Landlæknis sýni að mistök hafi verið gerð í umönnun á dóttur hans, Sólveigu Elísabetu Segler Guðbjörnsdóttur, sem svipti sig lífi árið 2019 eftir að hafa ítrekað leitað til geðdeildar Landspítalans. Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður og söngvari bíður endanlegrar niðurstöðu Landlæknis í máli dóttur hans. „Mér finnst líka óþægilegt, erfitt og sársaukafullt að ræða þessa hluti. Ég er afskaplega þreyttur eftir þessa viku af því að allt rifjast upp fyrir mér,“ skrifar Guðbjörn í færslu í tilefni af mikilli umræðu í samfélaginu um kynferðisbrot undanfarna daga. Elísabet dóttir hans hafði árum saman fyrir andlát sitt glímt við eftirköst nauðgunar sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Hún kærði en tapaði málinu fyrir tveimur dómstigum. „Hún jafnaði sig aldrei á nauðguninni og enn síður af sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands,“ skrifar Guðbjörn, sem veitti Vísi leyfi til þess að fjalla um færslu hans. Guðbjörn gagnrýnir ekki aðeins dómskerfið fyrir að hafa ekki trúað dóttur sinni, heldur einnig Landspítalann, sem brást henni þegar hún leitaði hjálpar. „Nóttina sem henni tókst að binda enda á þjáningar sínar var henni hent út af bráðamóttöku LSH snemma morguns og út á bílaplanið. Hún komst heim við illan leik og um tveimur klukkustundum síðar var hún farin frá okkur,“ skrifar Guðbjörn. „Ekki þess virði að hjálpa eða bjarga“ Elísabet tjáði sig opinskátt og opinberlega um sára reynslu sína á sínum tíma, eins og lesa má um í þessari grein. Að sögn föður hennar var hún orðin eins og skuggi af sjálfri sér eftir nauðgunina og veikindi hennar ágerðust. Elísabet reyndi að leita sér hjálpar hjá geðdeild Landspítalans en þar fann hún að sögn Guðbjörns enga hjálp. „Hún var lögð nokkrum sinnum á bráðamóttöku LSB í einhverskonar geðrofi og vandræðum eða eftir sjálfsmorðstilraunir og þar var ekki neina hjálp að finna. Elísabet var að mati geðheilbrigðiskerfisins ekki þess virði að hjálpa eða bjarga, enda að þeirra mati ekki í "viðkvæmum hóp" eða með frægt podcast. Við foreldrarnir og systur hennar reyndum að fá hjálp hjá kerfinu en þar var enga hjálp að fá. Þrátt fyrir að við segðum LSH margsinnis að hún væri í lífshættu var ekki hlustað á okkur. Elísabet sjálf sagði a.m.k. fjórum sinnum á LSH að hún ætlaði að fremja sjálfsmorð en enginn trúði henni. Þetta fór inn um annað eyrað og út um hitt,“ skrifar Guðbjörn. Af þessum sökum sendi Guðbjörn inn kvörtun til Landlæknis um þá meðferð, eða skort á meðferð, sem dóttir hans hlaut. Embættið tók málið til rannsóknar og fyrstu niðurstöður benda að sögn Guðbjörns til þess að mistök hafi átt sér stað. „Ég bíð enn lokaniðurstöðu Landlæknis. Ég er ekki bjartsýnn á að hún verði góð og það er af því að ég er mikill raunsæismaður. Það trúir nefnilega í raun enginn fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Fólki finnst óþægilegt að ræða nauðganir eða geðrænan vanda fólks, ekki síst ef þetta fer saman.“
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30
Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35
Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47