Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 18:10 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari 2017. Báðar hafa þær verið kosnar leikmenn ársins á Íslandsmeistaraári. vísir/óskaró Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum. Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira