Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 21:33 Að sögn Haga fjölgaði seldum stykkjum í matvöruverslunum á árinu en heimsóknum viðskiptavina fækkaði. Meðalkarfa hvers viðskiptavinar stækkaði um ríflega 20%. Vísir/Vilhelm Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns. Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns.
Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35
Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf