Högnuðust um 2,52 milljarða á metári hjá Bónus og Hagkaup Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 21:33 Að sögn Haga fjölgaði seldum stykkjum í matvöruverslunum á árinu en heimsóknum viðskiptavina fækkaði. Meðalkarfa hvers viðskiptavinar stækkaði um ríflega 20%. Vísir/Vilhelm Vöxtur var í veltu hjá Bónus, Hagkaup, Útilíf og Zara síðastliðið ár og áttu matvörukeðjurnar sín stærstu rekstrarár frá upphafi. Smásölukeðjan Hagar hagnaðist um 2,52 milljarða króna á síðasta rekstrarári en félagið hagnaðist um 3,05 milljarða króna rekstrarárið á undan. Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns. Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Heildartekjur jukust um 3% og námu tæpum 120 milljörðum króna á rekstrarárinu sem stóð frá mars 2020 út febrúar 2021. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins en heimsfaraldur kórónuveiru hafði mikil áhrif á rekstur samstæðunnar. Söluaukning í matvöru og sérvöru er að hluta til sögð skýrast af því að fleiri landsmenn voru á landinu en í venjulegu árferði. Á móti kemur að tekjur Olís drógust töluvert saman á tímabilinu samhliða samdrætti í ferðalögum Íslendinga og erlendra ferðamanna. Framlegð Haga styrktist á fjórða ársfjórðungi, var 22,2% fyrir árið og er sú sama og árið á undan. Fækkað hefur verið um 72 stöðugildi hjá Olís frá upphafi faraldursins sem hluti af hagræðingaraðgerðum. Ögrandi rekstrarár Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í tilkynningu að rekstur Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins hafi gengið vel. Tekjur námu 30,6 milljörðum króna og jukust um 7% miðað við sama tímabil fyrir ári. Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 2,54 milljörðum króna sem er sagt vera vel umfram áætlanir og 18% yfir sama fjórðungi í fyrra. EBITDA rekstrarársins í heild var 8,81 milljarður króna sem er nánast óbreytt milli ára. „Við erum því ánægð með rekstur Haga á þessum síðasta ársfjórðungi ögrandi rekstrarárs. Árið hófst í mars 2020, á sama tíma og áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins gætti fyrst, þannig að faraldurinn hefur sett mark sitt á starfsemina alla 12 mánuði rekstrarársins. Í því ljósi, og sér í lagi vegna þess hve erfiður fyrsti fjórðungur reyndist okkur, erum við ánægð með niðurstöðu ársins,“ segir Finnur í tilkynningunni. „Þessi góði árangur endurspeglar styrk félagsins, vörumerkja þess og okkar frábæra starfsfólks, til að takast á við snúnar aðstæður, en halda áfram að veita viðskiptavinum góða þjónustu og skila ágætri rekstrarniðurstöðu.“ Samhliða því fylgdi aukinn kostnaður vegna nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða. Reyndist þessi tilfallandi kostnaður vera á bilinu 300 til 350 milljónir króna fyrir árið í heild að sögn Finns.
Verslun Tengdar fréttir Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35 Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hagar töpuðu 96 milljónum á Covid-lituðum ársfjórðungi Hagar töpuðu 98 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 29. júní 2020 18:35
Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1. febrúar 2021 16:50