Viðar Örn: Eins og íslenskt rallý á móti Formúlu 1 Gunnar Gunnarsson skrifar 10. maí 2021 22:35 Viðar var svekktur maður í kvöld. vísir/vilhelm Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir það mikil vonbrigði að liðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðið féll í kvöld eftir 62-74 tap í lokaumferðinni gegn Keflavík. „Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“ Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“
Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55