Miðvörður Englandsmeistara Man. City skiptir um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 10:30 Aymeric Laporte hefur bara spilað með Manchester City frá því í janúar 2018 en varð samt enskur meistari í þriðja sinn í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDY RAIN Aymeric Laporte varð í gær enskur meistari með Manchester City í þriðja sinn á fjórum tímabilum. Hann fékk líka góðar fréttir fyrir sumarið. Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira