Meiri kraftur - meira gaman Logi Einarsson skrifar 13. maí 2021 08:01 Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun