Við kynnum til leiks þrítugustu útgáfuna af kvissinu. Sem fyrr eru í því tíu laufléttar spurningar.
Þótti þér hárbeitt ádeila Saturday Night Live á íslensku þjóðina hitta í mark? Er búið að skipuleggja júróvisjonteitið? Tókstu þátt í hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar? Eða eiga áhyggjur af hækkandi stýrivöxtum hug þinn allan?
Spreyttu þig hér fyrir neðan og ef vel gengur hlýtur þú montrétt að launum.