Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Árni Jóhannsson skrifar 16. maí 2021 22:30 Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik gegn Val. vísir/bára Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Jakob skoraði þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að jafna metin og koma leiknum í framlengingu. Hann var ánægður með hvernig leikplanið gekk upp hjá sínum mönnum og var á báðum áttum með það hvort það skiptir máli hverjir það eru sem eru í hinu liðinu. „Við vorum með ákveðið skipulag sem við ætluðum að spila eftir og fannst við gera það ágætlega heilt yfir. Að sama skapi fannst mér Valsmenn bregðast ágætlega vel við því líka þannig að úr varð þessi jafni leikur. Allir sem horfðu á þennan leik sáu það að þetta var það jafnt að þetta voru í raun og veru bara nokkrar sekúndur og eitt skot sem var munurinn á milli. Við settum skotið í framlengingunni og þeir klúðra sínum skotum, bæði í framlengingunni og venjulegum leiktíma. Þetta var bara mjög tæpt.“ Jakob var spurður að því hvort KR-ingar hefðu lært eitthvað um Valsmenn sem þeir vissu ekki áður í þessum leik. „Ekkert sérstakt. Við teljum okkur vita hverjir þeirra styrkleikar og veikleikar eru og við reynum að spila eftir því. Við vorum búnir að undirbúa okkur ágætlega fyrir það en ekkert stórt sem kom okkur á óvart þannig séð.“ Jordan Roland var í strangri gæslu allan leikinn, enda skoraði kappinn ekki nema 17 stig, og var Jakob spurður út í hvort að þeir þyrftu þá að sætta sig við að aðrir taki opin skot á móti og jafnvel skora úr þeim. Jordan Roland hefur verið frábær í liði Vals í vetur. Hér reynir Jakob að stöðva hann í leik kvöldsins.Vísir/Bára „Hann er náttúrlega ótrúlega góður leikmaður og hann er það góður að það er enginn einn sem nær að dekka hann. Við þurfum að hjálpast að með hann og þegar maður spilar á móti svoleiðis leikmanni þá þarf að gefa eitthvað eftir og við reynum að stíla inn á það augljóslega. Það var svolítið augljóst hvernig við spiluðum. En það er eitt af því hvað við teljum styrkleika og veikleika Valsmanna.“ Það er bæði tilfinningalegt álag og líkamlegt sem fylgir svona einvígjum í úrslitakeppninni og var Jakob spurður að því hvað þyrfti að hugsa um á milli leikja. „Það er kannski klisja en það er að ná sér niður, Sofa og hvíla sig. Núll stilla sig andlega og fara að hugsa um hvernig næsti leikur verður. Þetta verður svona sería. Það er lítið sem ber á milli. Það skiptir allt máli í undirbúningi og öllu og við reynum að gera það eins vel og við getum.“ Jakob í baráttunni við Pavel og Jón Arnór.Vísir/Bára Að lokum var spurt út í hvort það skipti máli hverjir það væru sem væru í hinu liðinu. Þá ekki liðið sjálft heldur einstaklingarnir sem skipa liðið með tilliti til þess sem gekk á seinasta sumar þegar margir yfirgáfu KR fyrir Val. „Já og nei. Það skiptir ekki máli þegar þú ert að spila. Þá ertu bara í leiknum og einbeitir þér að því. Á milli leikja hinsvegar þá er mikið talað um þetta út um allt og augljóslega heyrir maður það og hugsar um það líka. Í sjálfum leiknum, á gólfinu, fyrir mitt leyti þá er þetta bara körfuboltaleikur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 98-99| KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Jakob skoraði þriggja stiga körfu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma til að jafna metin og koma leiknum í framlengingu. Hann var ánægður með hvernig leikplanið gekk upp hjá sínum mönnum og var á báðum áttum með það hvort það skiptir máli hverjir það eru sem eru í hinu liðinu. „Við vorum með ákveðið skipulag sem við ætluðum að spila eftir og fannst við gera það ágætlega heilt yfir. Að sama skapi fannst mér Valsmenn bregðast ágætlega vel við því líka þannig að úr varð þessi jafni leikur. Allir sem horfðu á þennan leik sáu það að þetta var það jafnt að þetta voru í raun og veru bara nokkrar sekúndur og eitt skot sem var munurinn á milli. Við settum skotið í framlengingunni og þeir klúðra sínum skotum, bæði í framlengingunni og venjulegum leiktíma. Þetta var bara mjög tæpt.“ Jakob var spurður að því hvort KR-ingar hefðu lært eitthvað um Valsmenn sem þeir vissu ekki áður í þessum leik. „Ekkert sérstakt. Við teljum okkur vita hverjir þeirra styrkleikar og veikleikar eru og við reynum að spila eftir því. Við vorum búnir að undirbúa okkur ágætlega fyrir það en ekkert stórt sem kom okkur á óvart þannig séð.“ Jordan Roland var í strangri gæslu allan leikinn, enda skoraði kappinn ekki nema 17 stig, og var Jakob spurður út í hvort að þeir þyrftu þá að sætta sig við að aðrir taki opin skot á móti og jafnvel skora úr þeim. Jordan Roland hefur verið frábær í liði Vals í vetur. Hér reynir Jakob að stöðva hann í leik kvöldsins.Vísir/Bára „Hann er náttúrlega ótrúlega góður leikmaður og hann er það góður að það er enginn einn sem nær að dekka hann. Við þurfum að hjálpast að með hann og þegar maður spilar á móti svoleiðis leikmanni þá þarf að gefa eitthvað eftir og við reynum að stíla inn á það augljóslega. Það var svolítið augljóst hvernig við spiluðum. En það er eitt af því hvað við teljum styrkleika og veikleika Valsmanna.“ Það er bæði tilfinningalegt álag og líkamlegt sem fylgir svona einvígjum í úrslitakeppninni og var Jakob spurður að því hvað þyrfti að hugsa um á milli leikja. „Það er kannski klisja en það er að ná sér niður, Sofa og hvíla sig. Núll stilla sig andlega og fara að hugsa um hvernig næsti leikur verður. Þetta verður svona sería. Það er lítið sem ber á milli. Það skiptir allt máli í undirbúningi og öllu og við reynum að gera það eins vel og við getum.“ Jakob í baráttunni við Pavel og Jón Arnór.Vísir/Bára Að lokum var spurt út í hvort það skipti máli hverjir það væru sem væru í hinu liðinu. Þá ekki liðið sjálft heldur einstaklingarnir sem skipa liðið með tilliti til þess sem gekk á seinasta sumar þegar margir yfirgáfu KR fyrir Val. „Já og nei. Það skiptir ekki máli þegar þú ert að spila. Þá ertu bara í leiknum og einbeitir þér að því. Á milli leikja hinsvegar þá er mikið talað um þetta út um allt og augljóslega heyrir maður það og hugsar um það líka. Í sjálfum leiknum, á gólfinu, fyrir mitt leyti þá er þetta bara körfuboltaleikur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 98-99| KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 98-99| KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15