Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en Grande greindi frá því í desember síðastliðnum að hún væri trúlofuð. Talsmaður söngkonunnar hefur staðfest að parið hafi gift sig og að athöfnin hafi verið „full af ást“, en hún var haldin á heimili Grande.
„Parið og fjölskyldur þeirra gætu ekki verið hamingjusamari.“
Orðrómur þess efnis að Grande og Gomez væru að hittast fór á kreik í febrúar á síðasta ári, en þau kynntust í gegnum sameiginlega vini.
Þetta er fyrsta hjónaband beggja, en Grande var áður trúlofuð leikaranum og grínistanum Pete Davidson. Þau slitu samvistum í október 2018.