24 dagar í EM: Fleiri skoruðu fyrir íslenska landsliðið á EM 2016 en fyrir bæði liðin sem fóru í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 12:01 Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Englandi á EM en hann var einn af sex markaskorurum íslenska liðsins á mótinu. EPA/OLIVER WEIKEN Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Sex leikmenn skoruðu fyrir íslenska landsliðið á síðasta Evrópumóti. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló eftirminnilega í gegn á sínu fyrsta stórmóti sem var EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslensku strákarnir komust fyrst taplausir í sextán liða úrslitin eftir sigur á Austurríki í lokaleik riðilsins og slógu síðan stórstjörnur Englendinga út úr sextán liða úrslitum eins og frægt varð. EM ævintýrið endaði síðan með 5-2 tapi á móti gestgjöfum Frakka í átta liða úrslitum en Ísland átti eitt af átta bestu liðum mótsins. Íslenska landsliðið komst ekki aðeins í átta liða úrslitin heldur skoraði liðið í öllum fimm leikjum sínum og samtals átta mörk. Describe Iceland's EURO 2016 journey with an emoji! pic.twitter.com/rkKngDNCRF— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 19, 2021 Það voru aðeins fjórar þjóðir sem skoruðu fleiri mörk en íslenska landsliðið þar af léku tvær þeirra tveimur leikjum meira en íslensku strákarnir. Frakkar skoruðu langmest eða þrettán mörk. Wales var með tíu mörk og bæði Belgía og Portúgal skoruðu aðeins einu marki meira en íslenska liðið. Það sem vakti líka athygli var að sex leikmenn íslenska liðsins komust á blað í mótinu. Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu báðir tvö mörk en þeir Jón Daði Böðvarsson, Gylfi Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru allir með eitt mark. Fleiri leikmenn komust á blað hjá íslenska landsliðinu en hjá báðum liðunum sem komust í úrslitaleikinn. Það voru nefnilega aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir silfurlið Frakka og bara fimm leikmenn sem skoruðu fyrir Evrópumeistara Portúgals. Antoine Griezmann (6 mörk), Olivier Giroud (3), Dimitri Payet (3) og Paul Pogba (1) skoruðu fyrir Frakka á Evrópumótinu en fyrir Portúgal skoruðu þeir Cristiano Ronaldo (3 mörk), Nani (3), Ricardo Quaresma (1), Renato Sanches (1) og Eder (1) sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum. Sjö leikmenn skoruðu fyrir bæði Belgíu og Wales á mótinu. Most memorable EURO result? Iceland came from behind to beat England in Nice and reach the EURO 2016 quarter-finals. #OTD | @footballiceland pic.twitter.com/oH2Va9iFYa— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 27, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01 26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01 27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00 28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
25 dagar í EM: Besta lið heims, frændur vorir og Finnar í fyrsta sinn á stærsta sviðinu Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í B-riðil þar sem Belgar eru líklegastir til afreka enda besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. 17. maí 2021 12:01
26 dagar í EM: Finnar fimmta Norðurlandaþjóðin sem kemst á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tveir nýliðar eru með að þessu sinni, Finnland og Norður-Makedónía. 16. maí 2021 12:01
27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. 15. maí 2021 12:00
28 dagar í EM: Sjóðheitir Ítalir, liðið sem skildi Ísland eftir og Giggslausir Walesverjar í A-riðli Nú er innan við mánuður þar til að EM karla í fótbolta hefst. Vísir rýnir í dag í A-riðil þar sem Ítalir spila á heimavelli og eru sigurstranglegir eftir frábært gengi síðustu misseri. 14. maí 2021 12:00