Skiptu 22 sinnum um forystu í leik eitt og stríð KR og Vals heldur áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 14:01 Matthías Orri Sigurðarson var að spila á móti KR í síðustu úrslitakeppni en nú er hann með KR á móti Val þar sem eru margir úr KR-liðinu sem hann mætti í úrslitakeppninni 2019. Vísir/Bára Vísir hitar upp fyrir stórleik kvöldsins með myndbandi um það helsta sem gerðist í frábærum fyrsta leik KR-inga og Valsmanna. Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28) Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik