Ekki meira landsbyggðarþras Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 20. maí 2021 07:32 Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík. Ungu fólki á að vera gert kleift að elta drauma sína í heimabyggð. Að geta sótt sér menntun við hæfi og eiga möguleika á fjölbreyttri atvinnu. Nýjar aðferðir Áhugi á því að búa utan höfuborgarsvæðiðsins er áþreifanlegur og kemur það í sjálfu sér ekkert á óvart. Það er mikilvægt að greina hverjir styrkleikar byggða utan höfuðborgarsvæðisins eru og nýta þá til að ýta undir jákvæða umræðu um landsbyggðirnar. Málið er nefnilega svolítið einfalt, ef við tölum okkur niður hvers vegna ættu fleiri að vilja flytja út á land og hvers vegna ættu fyrirtæki að vilja reka fyrirtækin sín utan suðvesturhornsins? Möguleikar í nýsköpun á landsbyggðinni eru margir og það ætti að vera markmið landsbyggðarinnar að efla framkvæmdarhug íbúanna með því að styrkja umhverfi atvinnulífsins. Til dæmis með einföldun á regluverki og umgjörð skipulagsmála. Sterku vígin Þau mál sem skipta fjölskyldufólkið máli eru meðal annars skólamálin, húsnæðismálin, atvinnutækifærin og samgöngumálin. Víða um norðausturkjördæmið eru vígin sterk en sumstaðar þarf að taka til hendinni og bæta aðstæður. Það brennur margt á íbúum kjördæmisins og það er hlutverk stjórnmálanna að hlusta á sjónarmið heimamanna og marka stefnu í málefnum byggðanna. Ef við kortleggjum betur hvar styrkleikar okkar liggja, sem og veikleikar, getum við byggt upp byggðirnar með skýrri framtíðarsýn um blómlega byggð með fjölgun íbúa og fyrirtækja í huga. Mál málanna Svo eru það blessuðu samgöngurnar. Samgöngumálin eru svolítið eins og skipulagsmál sveitarfélaganna, þau eru myndræn og því er auðvelt að hafa skoðun á þeim. Þó svo að unga fólkið taki ekki oft virkan þátt í umræðu um samgöngur þýðir það ekki að málefnið skipti ekki gríðarlegu máli þegar kemur að vali á búsetu. Við viljum alveg jafn mikið og aðrir eiga greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem byggð hefur verið upp á höfuðborgarsvæðinu og tækifæri til að ferðast erlendis. Það er svo einnig augljóst að tækifæri í rafrænni heilbrigðisþjónustu eru að aukast og það er mikilvægt að þau tækifæri séu nýtt. Ég sé fyrir mér gjörbreytta geðheilbrigðisþjónustu með tilkomu aukinna rafrænna lausna. Einnig er verið að þróa ýmis rafræn verkefni í heilsugæsluþjónustu sem auka munu aðgengi landsbyggðaríbúa til muna. Þrátt fyrir að tækifæri í rafrænni þjónustu eru að aukast þurfum við samt sem áður að berjast fyrir ýmissi þjónustu sem má ekki vanta í landshlutunum, til dæmis þarf enn að berjast fyrir því að bráðaþjónusta verði efld á Austurlandi og að aðstaða sjúkraflugs um kjördæmið allt sé tryggt. Þetta eru málin sem skipta líf okkar og limi máli og þau breytast ekki þrátt fyrir tæknivæðingu. Metnaðarfull framtíð Við þurfum fulltrúa hóps þeirra sem vilja berjast fyrir málefnum landsbyggðarinnar á jákvæðum nótum, með skýra framtíðarsýn og metnað fyrir því að byggja upp fjölbreytt, opið og framsækið samfélag. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar