Telur líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. maí 2021 11:39 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir líklegt að hægt verði að aflétta grímuskyldu fljótlega. Sóttvarnatakmörkunum verður aflétt í skrefum á næstu vikum og líklegt er að þær verði nær alveg farnar í lok júlí þegar meirihluti landsmanna verður bólusettur. „Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Það er líklegt að einhver hópur vilji halda áfram grímunotkun. Fólk verður bara að hafa frjálst val í því,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna nú á tólfta tímanum. Fjórir greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær, þrír í sóttkví, og tengdust allir smitunum sem greindust í H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar en það hefur ekki greinst hér á landi frá 9. maí síðastliðnum. Þórólfur segir það skýr merki þess að veiran sé í samfélaginu en við vitum þó ekkert hvert umfang þess sé. „Ég hef nú trú á því að það sé ekki mjög víðtækt. Hún er þarna ennþá og getur þannig blossað upp. Við erum blessunarlega búin að bólusetja flesta viðkvæma hópa þannig að þeir eru vel varðir. En við getum enn fengið stórar hópsýkingar hjá fólki á miðjum aldri og yngra fólki eins og er að sjást á hinum Norðurlöndunum,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fara ekki of hratt í afléttingar Hann bendir á að þeir sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna Covid-19 undanfarið hafi verið yngra fólk en áður, allt niður í þrítugt. Ef útbreitt hópsmit komi upp gæti því þurft að leggja fjölda inn á sjúkrahús. Þórólfur segir þessi smit ekki breyta afléttingaáætlun hans. Vel hafi gengið að létta á takmörkunum undanfarið þrátt fyrir smit og telur hann að það eigi að halda áfram. „Það sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft er hvernig við högum okkur sem einstaklingar og við erum að hamra á því. Þetta sýnir samt sem áður að við þurfum að fara varlega og ég held að við eigum ekki að fara mjög hratt í afléttingar heldur höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og vonandi gengur það vel.“ Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni hér að neðan. Klippa: 181. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira