Af líffræðilegri fjölbreytni! Starri Heiðmarsson skrifar 22. maí 2021 08:00 Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum. Þetta aukna vægi hugtaksins má að stórum hluta rekja til samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on biological diversity, CBD) sem samþykktur var á heimsráðstefnu um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992. Líffræðileg fjölbreytni tekur til breytileika innan náttúrulegs útbreiðslusvæðis lífvera og þrátt fyrir að skilningur okkar á hugtakinu fjölbreytni sé í grunninn sá að meiri breytileiki þýði meiri fjölbreytni þá er hugtakið „líffræðileg fjölbreytni“ margræðara hugtak. Þannig veldur einangrun Íslands, ásamt þeim tiltölulega skamma tíma sem liðinn er síðan síðasta kuldaskeiði ísaldar lauk, því að hér er frekar fábreytt fána, flóra og funga. Líffræðileg fjölbreytni Íslands einkennist því oft af færri tegundum en sambærileg svæði hýsa á meginlöndum. Annað eftirtektarvert sérkenni líffræðilegrar fjölbreytni Íslands er skortur á einlendum tegundum sem sömuleiðis undirstrikar jarðsögulega ungan aldur lífríkisins hér. Þekkt eru örfá dæmi um einlendar tegundir á Íslandi en eyjalífríki sem lengi hafa verið einangruð einkennast oft af stóru hlutfalli einlendra tegunda. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii eða Galapagoseyjar. Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi einkennist hinsvegar í mörgum tilfellum af fábreytni. Það að líffræðileg fjölbreytni á Íslandi sé fábreytt í mörgum hópum (t.d. meðal landspendýra eða ferskvatnsfiska) dregur ekki úr gildi hennar né dregur það úr skyldu okkar að leitast við að vernda og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Mosaþembur þær sem klæða nútímahraun, einkum sunnanlands og vestan, eru einstakar á heimsvísu og ekki öðrum til að dreifa að vernda þær. Sama má segja um fjölmörg búsvæði og vistgerðir sem finna má á Íslandi og í hafsvæðum umhverfis landið. Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni er 22. maí. Grundvöllur lífsafkomu okkar, líkt og annarra íbúa jarðarkringlunnar, er lífríkið kringum okkur sem við erum hluti af og höfum óumdeild áhrif á. Jarðsagan vitnar um stórkostlegar útdauðahrinur fortíðar og því miður virðumst við stödd í einni slíkri. Hamfarirnar nú stafa þó ekki af óviðráðanlegum hamförum, eins og árekstri við loftstein, heldur má kenna okkur sjálfum um. Líffræðilegri fjölbreytni stafar hætta af eyðingu búsvæða og ágengum aðfluttum tegundum að ógleymdri loftslagsógninni. Á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er kannski ekki úr vegi að íhuga aðeins tengsl breytni okkar og þeirra ákvarðana sem við tökum og áhrif þeirra á lífríkið umhverfis okkur. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun