Vextir og vaxtaverkir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. maí 2021 15:00 Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Neytendur Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun