Óháðir aðilar taka út alvarlegar aukaverkanir Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2021 16:06 Farið var í svipaða athugun í upphafi ársins. Vísir/Vilhelm Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að kalla til óháða aðila til að rannsaka andlát og myndun blóðtappa sem tilkynnt hafa verið til Lyfjastofnunar í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Teknar verða fyrir fimm tilkynningar sem borist hafa um andlát, ásamt fimm tilkynningum um myndun blóðtappa. Að sögn stofnunarinnar er þó ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. „Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir berist lyfjayfirvöldum. Lyfjayfirvöld óska eindregið eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar. Hraðað eins og kostur er Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafi landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ákveðið að fá óháða aðila til að skoða þessi tíu alvarlegu atvik gaumgæfilega. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Að sögn Lyfjastofnunar verður rannsóknin gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Engin fjölgun á skráðum dauðsföllum eða blóðsegavandamálum Er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldu á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var að í fjórum tilvikum væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða, það er að aðrar skýringar voru á andláti. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. Samhliða þessu vaktar embætti landlæknis tölfræði dauðsfalla og tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga blóðsega. Hefur embættið ekki orðið vart neinnar aukningar á síðustu vikum og mánuðum miðað við undanfarin ár. Lyfjastofnun hafa alls borist 79 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Líkt og áður segir hefur ekkert komið fram sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Að sögn stofnunarinnar er þó ekkert sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika. „Þegar lyf eru notuð hjá fjölda manns má búast við að margar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir berist lyfjayfirvöldum. Lyfjayfirvöld óska eindregið eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar. Hraðað eins og kostur er Í ljósi þess að um ný bóluefni er að ræða hafi landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ákveðið að fá óháða aðila til að skoða þessi tíu alvarlegu atvik gaumgæfilega. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort líklegt sé að þessi alvarlegu atvik tengist bólusetningunni eða hvort líklegra sé þau tengist undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum. Að sögn Lyfjastofnunar verður rannsóknin gerð af tveimur óháðum sérfræðingum í lyflækningum og verður henni hraðað eins og kostur er. Engin fjölgun á skráðum dauðsföllum eða blóðsegavandamálum Er um að ræða samskonar athugun og gripið var til í upphafi ársins þegar fimm alvarlegar tilkynningar í hópi aldraðra einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem dvöldu á hjúkrunarheimilum voru teknar til sérstakrar skoðunar. Niðurstaða þeirrar athugunar var að í fjórum tilvikum væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða, það er að aðrar skýringar voru á andláti. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. Samhliða þessu vaktar embætti landlæknis tölfræði dauðsfalla og tölfræði ákveðinna sjúkdómsgreininga blóðsega. Hefur embættið ekki orðið vart neinnar aukningar á síðustu vikum og mánuðum miðað við undanfarin ár. Lyfjastofnun hafa alls borist 79 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Líkt og áður segir hefur ekkert komið fram sem bendir til orsakasamhengis milli bólusetningar og alvarlegra atvika.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin. 13. maí 2021 14:33
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23