Jóhannes Karl: Fótbolti þannig leikur að það er tekist á Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. maí 2021 20:55 Jóhannes Karl [annar til vinstri á myndinni] var mjög sáttur með 3-1 sigur sinna manna í ÍA á HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega ánægður með sína menn eftir leik kvöldsins. Skagamenn unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu og eru komnir með fimm stig nú þegar 5. umferð er að ljúka. „Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55