Tæknimenn gleymdu að stöðva málmlitað snúningssvið sem snerist ofan á stóra sviðinu og er notað í atriði San Marino. Dansarar þurftu því að hoppa af snúningssviðinu sem var á fleygiferð og slösuðust þátttakendur nokkuð alvarlega þegar þeir stukku af því.
Æfingin var mikilvæg að því leytinu til að dómarar fylgdust með atriðum, en líkt og undanfarin ár hefur dómnefnd vægi til móts við símakosningu í kvöld.
Í klippunni hér að neðan má sjá snúningssviðið sem notað var þegar hópurinn keppti í undankeppninni á fimmtudaginn. Þar sést sviðið snúast reglulega.
Þrátt fyrir atvikið hélt æfingin áfram og sögðu Senhit, Flo Rida og dansarar atriðisins: „Show must go on“ eða sýningin heldur áfram og kláruðu atriðið eins vel og kostur var.
Í ljósi alvarleika slyssins var hópnum boðið að draga sig úr keppninni sem hópurinn afþakkaði. Hópurinn mun því keppa á sviðinu í kvöld.