Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 23:23 Heimir og Sigurður hafa náð toppi Everest með fána umhyggju með í för. Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. „Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021 Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021
Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“