„Við höfum smá tíma“ Snorri Másson skrifar 26. maí 2021 10:00 Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur staðið yfir í rúma tvo mánuði og er farið að gera sig líklegt til að leita niður úr fjallinu og út í sjó yfir Suðurstrandarveg. Spurningin er hve langan tíma það tekur hraunið að fylla Nátthaga. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu í Fagradalsfjalli stefnir niður að sjó og yfir Suðurstrandarveg ef gosið heldur áfram um óákveðinn tíma. Hvort það byrji að gerast eftir tvær vikur eða fleiri mánuði er enn óljóst. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn almannavarna segir í samtali við Vísi að í vikunni standi yfir gagnaöflun í Nátthaga, sem er tiltölulega djúpur dalur sem nú fyllist hægt og rólega af hrauni. Nátthagadalur er stór en ekki alls kostar botnlaus.Vísir/Vilhelm Þar verður reynt á grundvelli hermilíkana að reikna út hve langan tíma það tekur fyrir dalinn að fyllast. Síðan verður metið hvort raunhæft sé að koma í veg fyrir að hraunið leiti niður að sjó. „Okkur sýnist á öllu að við höfum smá tíma. Við þurfum að nota hann vel og undirbúa okkur,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að tekið geti tvær vikur og allt að fleiri mánuðum að fylla Nátthagann og að hraunið fari síðan að leita niður að sjó. „Það er því ekki hundrað í hættunni og við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, til dæmis hvort það sé raunhæft að setja upp einhverjar varnir.“ Eldgosið gæti þróast út í dyngjugos sem varir í fleiri ár, eins og komið hefur fram. Takturinn í hraunstreyminu er slíkur og sömuleiðis er farin að myndast hrauntjörn, eða miðlunarlón, á eldstöðvunum. Það er grunnforsenda fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Reykjanesbær Grindavík Tengdar fréttir Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25