Biden og Pútín funda í Genf Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2021 14:31 Frá fundi Bidens og Pútíns árið 2011. AP(Alexei Druzhinin Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri. Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Biden mun ferðast til Evrópu í næsta mánuði. Fyrst fer hann til Bretlands á leiðtogafund G7 ríkjanna og því næst fer hann til Brussel á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann mun síðan eiga fund með Putin í Genf hinn 16. júní. Í stuttri yfirlýsingu á vef Hvíta hússins segir að Biden vilji ræða við Pútín um ýmis málefni og að markmið ríkisstjórnar Bidens sé að koma stöðugleika á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Biden lagði fyrst til við Pútín að þeir myndu hittast er þær ræddu saman í síma í apríl. Þá var ríkisstjórn Bidens að undirbúa refsiaðgerðir gegn Rússlandi í annað sinn á þeim þremur mánuðum sem Biden hafði verið við völd. Þær refsiaðgerðir voru til komnar vegna þess að eitrað var fyrir Alexei Navalní og vegna SolarWinds tölvuárásarinnar. Í kosningabaráttu Bidens og Donalds Trump, fyrrverandi forseta, gagnrýndi Biden forvera sinn harðlega fyrir það hvernig hann háttaði samskiptum sínum við Pútín. Sjá einnig: Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Skömmu eftir að hann tók við embætti sagði Biden að hann ætlaði að herða afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist forsetinn til að mynda hafa sagt Pútín í síma að Bandaríkin myndu ekki lengur lúffa fyrir Rússlandi og sætta sig við óvinveittar aðgerðir Rússa. Vísaði hann þar til afskipta af forsetakosningum, tölvuárása og banatilræða með taugaeitri.
Bandaríkin Joe Biden Rússland Sviss Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira