Fer í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:30 Síðustu ár Alberto Moreno hjá Liverpool voru ekki þau skemmtilegustu. EPA/PETER POWELL Alberto Moreno er enn á ný kominn í úrslitaleik í Evrópukeppni. Áður með Liverpool og Sevilla en nú með Villarreal. Hann ætti að kannast vel við mótherja kvöldsins eftir árin sín með Liverpool. Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Villarreal mætir Manchester United í kvöld og það halda örugglega miklu fleiri Liverpool stuðningsmenn með honum í kvöld en á erfiðum lokaárum hans sem leikmanni félagsins. Síðasti úrslitaleikur Morena í Evrópudeildinni var nefnilega mjög afdrifaríkur fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Það var árið 2016 og Liverpool missti af Meistaradeildarsæti eftir 3-1 tap á móti Sevilla í Basel. Leikurinn á móti Manchester United í kvöld er fyrsti úrslitaleikur Villarreal liðsins í Evrópu en þetta verður fimmti úrslitaleikur Alberto Moreno á sjö árum í Evrópukeppnum. Alberto Moreno says he and Santi Cazorla fight over who laughs most. Which says a lot. Few players so enjoyable to talk to: funny, open, very honest. https://t.co/XjFOvYwG2F— Sid Lowe (@sidlowe) May 25, 2021 Guardian ræddi við Alberto Moreno í tilefni af úrslitaleiknum í Gdansk. Hann grínaðist með það að hafa verið að segja liðsfélögunum sínum að þeir yrðu að vinna leikinn og fá að finna hvað Evrópudeildarbikarinn er þungur. „Hann er örugglega þyngri en Meistaradeildarbikarinn,“ sagði Alberto Moreno. „Ég var hjá Sevilla og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, fór þaðan til Liverpool og við komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og er síðan kominn til Villarreal og við erum komnir í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Næsta lið sem ég sem við mun fá þetta inn í samninginn minn,“ sagði Moreno léttur. Unai Emery, núverandi knattspyrnustjóri Villarreal, var stjóri Sevilla þegar liðið vann Moreno og þáverandi félaga hans í Liverpool í úrslitaleiknum 2016. „Já hann segir mér frá því. Hann elskar að útskýra það hvernig hann notaði tvo bakverði á móti mér og Coutinho,“ sagði Moreno. Þessi úrslitaleikur var hins vegar mjög afdrifaríkur því Moreno fékk mikla gagnrýni og flestir hjá Liverpool misstu trúna á hann í kjölfarið. „Ég skil ekki ennþá af hverju ég fékk alla þessa gagnrýni. Þeir klobbuðu mig í fyrsta markinu en ég er varnarmaður og leikmenn fara líka framhjá Sergio Ramos, besta miðverði heims. Af hverju getur það ekki gerst fyrir mig líka,“ sagði Moreno. Alberto Moreno opens up on his time at Anfield https://t.co/a4Lr0TIHub— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 25, 2021 „Það er ekki sanngjarnt. Fólkið kenndi mér um. Bara mér. Það var eins og ég einn hefði tapað úrslitaleiknum. Það var erfitt. Ég mun fara í gröfina án þess að skilja af hverju allir kenndu mér um tap Liverpool í þessum leik,“ sagði Moreno. Jürgen Klopp setti James Milner í öfugan bakvörð í stað Moreno í næsta leik og svo meiddist hann þegar hann leit út fyrir að vera að vinna sér aftur sæti í liðinu. Þá fékk Andy Robertson tækifærið í hægri bakverðinum og hefur ekki litið til baka. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var seinni Meistaradeildarleikurinn. Hann fór í kjölfarið til Villarreal og hefur spilað það síðan. Í kvöld gæti hann hjálpað liðinu að upplifa stærstu stundina í sögu þess. Leikur Manchester United og Villarreal er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira