Eftirköst Covid-19 og vinnuveitendur Veiga Dís Hansdóttir skrifar 26. maí 2021 20:44 Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. október greindist ég ásamt móður minni með Covid-19 en ekki var hægt að rekja smitin. Ég var í einangrun í rúmlega tvær vikur og helstu einkenni mín voru höfuðverkur, þreyta, vöðvaverkir, orkuleysi, svimi og mæði. Vel var haldið utan um mig á meðan einangrun stóð og fór ég rólega af stað til vinnu eftir það þar sem að einkenni mín hættu ekki og svefnleysi og fleira bættist við. Eftir að hafa klesst á nokkra ósýnilega veggi var ég sett í fullt veikindaleyfi í janúar frá starfi mínu sem leiðbeinandi í Varmárskóla í Mosfellsbæ þar sem ég kenni hönnun og smíði en ég er lærður húsasmiður. Núna 7 mánuðum seinna er ég enn óstarfhæf og vil taka fram að áður en ég smitaðist af Covid-19 æfði ég kraftlyftingar og aflraunir af kappi, hef unnið til margra verðlauna og stunda heilbrigt líferni, ég drekk ekki né reyki. Í samráði við minn lækni var ákveðið að koma mér aftur á lappir, hægt og rólega og óska eftir því að klára þennan skólavetur í 20% starfi, hefja störf í haust í 50% starfi með það markmiði að vera komin aftur í 100% starf eftir áramótin. Meðfram skertu starfshlutfalli þá er ég að vinna eftir endurhæfingaráætlun frá sérfræðingum, en fyrst og fremst þarf að koma mínum svefni í rétt horf, en svefnleysi er eitt afeinkennum Covid-19 og án svefns verður engin bati. Sveitarfélagið Mosfellsbær, með einkunnarorðin ,,virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja“ neitar mér að koma aftur til vinnu í 20% starf. Ég hef starfað fyrir Mosfellsbæ í tæp 2 ár og á þeim tíma aldrei orðið veik og lagt mig alla fram. Ég er 23 ára gömul og stödd í stormi með það eitt að markmiði að komast úr honum og vinnustaðurinn minn, sem er opinber stofnun, hefur engan áhuga á að koma til móts við mig. Þau vilja frekar greiða mér 100% laun í veikindaleyfi frekar en að nýta sér mína þekkingu og starfskrafta í skertu hlutfalli næstu mánuði og aðstoða mig þannig að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ég er að segja hér mína sögu því ég er ekki viss um að atvinnurekendur, hvort sem það er hjá hinu opinbera eða í einkaeigu, geri sér grein fyrir því hvað mörg okkar sem urðum svo óheppin að smitast af Covid-19 erum að ganga í gegnum. Í dag hafa 6560 staðfest smit átt sér stað og nýleg rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langtímaáhrifum Covid-19 hjá þeim sem smituðust í fyrstu bylgjunni segir að yfir 57% þeirra sem smituðust þurftu að minnka við sig reglubundin störf og 16% hafa þurft að minnka mikið við sig. Sama rannsókn sýnir að 18% eru að takast á við skert lífsgæði a.m.k 6 mánuðum eftir smit. Í dag gerir það þá um 1181 einstaklinga. Þessir 1181 einstaklingar verða að fá stuðning og skilning frá sínum vinnuveitanda því enginn skilur þessi einkenni eða vanlíðan nema þeir sem hafa tekist á við langtímaáhrif Covid -19. Sjálf hef ég fengið pláss á Reykjalundi og er þakklát fyrir að heilbrigðisyfirvöld átti sig á þessari stöðu okkar og hafi vilja og áhuga á að koma okkur aftur útí lífið en það þarf meira til að svo geti orðið. Vinnuveitendur þurfa að slást með okkur í lið, annars er hætta á að missa okkur algerlega útaf, með tilheyrandi kostnaði samfélagsins, og það vill enginn. Höfundur er húsasmiður og leiðbeinandi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun