Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool eftir EM 21 árs landsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 08:30 Ibrahima Konate mun njóta góðs af því að spila með og læra af Virgil Van Dijk. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Eftir slæmt ástand í miðri vörn Liverpool á tímabilinu horfir nú til bjartari tíma. Mögulegur framtíðarmiðvörður franska landsliðsins spilar við hlið Virgil Van Dijk á næstu leiktíð. Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig en ESPN er meðal erlendu miðlana sem segja frá þessu. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Liverpool gat endanlega gengið frá þessu eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Liverpool gat því virkjað klásúlu í samningi Ibrahima Konate við þýska félagið og getur keypt upp samninginn á 41,5 milljónir evra. Liverpool þarf samt að borga alla upphæðina strax. Liverpool have agreed to sign centre-back Ibrahima Konate from RB Leipzig on a five-year contract, sources told @LaurensJulien pic.twitter.com/FNG3AqO3ic— ESPN FC (@ESPNFC) May 26, 2021 Konate er franskur unglingalandsliðsmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt í þessari viku. Njósnarar Liverpool hafa fylgst með honum lengi en þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem framtíðina fyrir sér. Konate hefur þegar gengið undir læknisskoðun og mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool liðið eftir Evrópumót 21 árs landsliða. Frakkar komust í átta liða úrslitin upp úr riðli Íslands og mæta þar Hollendingum. Ibrahima Konate er stór og sterkur leikmaður með mikinn hraða. Hann hefur bætt sig mikið með boltann og tekið miklum framförum í leikfræðinni undir stjórn Julian Nagelsmann hjá Leipzig. Jürgen Klopp er mikill aðdáandi og vill spila honum við hlið Virgil van Dijk á næstu leiktíð. Koma Konate þýðir að það verður ekki pláss fyrir Ozan Kabak hjá félaginu. Liverpool mun ekki nýta sér kauprétt sinn en Kabak var í láni frá Schalke. Það er hins vegar líklegt að Kabak endi hjá Leipzig sem er að missa báða miðverði sína, Konate til Liverpool og Dayot Upamecano til Bayern München. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig en ESPN er meðal erlendu miðlana sem segja frá þessu. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Liverpool gat endanlega gengið frá þessu eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Liverpool gat því virkjað klásúlu í samningi Ibrahima Konate við þýska félagið og getur keypt upp samninginn á 41,5 milljónir evra. Liverpool þarf samt að borga alla upphæðina strax. Liverpool have agreed to sign centre-back Ibrahima Konate from RB Leipzig on a five-year contract, sources told @LaurensJulien pic.twitter.com/FNG3AqO3ic— ESPN FC (@ESPNFC) May 26, 2021 Konate er franskur unglingalandsliðsmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt í þessari viku. Njósnarar Liverpool hafa fylgst með honum lengi en þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem framtíðina fyrir sér. Konate hefur þegar gengið undir læknisskoðun og mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool liðið eftir Evrópumót 21 árs landsliða. Frakkar komust í átta liða úrslitin upp úr riðli Íslands og mæta þar Hollendingum. Ibrahima Konate er stór og sterkur leikmaður með mikinn hraða. Hann hefur bætt sig mikið með boltann og tekið miklum framförum í leikfræðinni undir stjórn Julian Nagelsmann hjá Leipzig. Jürgen Klopp er mikill aðdáandi og vill spila honum við hlið Virgil van Dijk á næstu leiktíð. Koma Konate þýðir að það verður ekki pláss fyrir Ozan Kabak hjá félaginu. Liverpool mun ekki nýta sér kauprétt sinn en Kabak var í láni frá Schalke. Það er hins vegar líklegt að Kabak endi hjá Leipzig sem er að missa báða miðverði sína, Konate til Liverpool og Dayot Upamecano til Bayern München. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira