Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 07:07 Kringlan í og eftir samkomubann. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna. „Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“ Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Við höfum í raun og veru bara fylgt fyrirmælum um sóttvarnir; það er ekki grímuskylda af okkar hálfu í húsinu,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdstjóri Kringlunnar. Hann segir verslunareigendum í sjálfsvald sett að ákveða sóttvarnir í sínum verslunum en í nokkrum þeirra má enn finna áminningu um sótthreinsun handa, tveggja metra regluna og grímunotkun. Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir það hafa gerst mun hraðar en menn bjuggust við að fólk hætti að nota grímurnar. Hún ræddi við nokkra verslunareigendur í gær og þeir sögðu flesta viðskiptavini grímulausa. Það á bæði við um verslanirnar og sameiginlega rýmið í húsinu, segir Tinna. Spurð um grímunotkun starfsmanna segja bæði Tinna og Sigurjón allan gang á því hvort afgreiðslufólk velji að bera grímu þrátt fyrir afléttingarnar. Það sé þó algengara að yngra fólkið beri enn grímu og hyggist jafnvel gera það þar til það fær bólusetningu. „Ég held að það sé bara komið til að vera,“ segir Tinna um sprittstandana sem hafa verið settir upp í verslanamiðstöðvunum. Þá verði þrif áfram skipulögð með sóttvarnir í huga. Undir þetta tekur Sigurjón. „Við fjárfestum í þessum græjum sem eru við helstu innganga og við munum klárlega halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á þetta,“ segir hann um sprittstandana. „Við erum náttúrulega ennþá að sinna auknum sóttvörnum, við höfum ekkert slakað í þeim efnum.“
Kringlan Smáralind Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira