Smáralind

Fréttamynd

Sýning sem breytir upp­lifun okkar á heiminum

„Viðbrögðin hafa verið frábær! Sýningin kallar fram undrun, hlátur og oft umræðu um hvernig við skynjum veruleikann. Krakkar og fullorðnir hafa bæði gaman af því að prófa sig áfram og uppgötva hvernig litir, form og ljós geta breytt upplifun okkar á heiminum.“ segir Þórunn Birna Úlfarsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Smáralind um sýninguna Sjónarspil sem sett hefur verið upp í verslunarmiðstöðinni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein

Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mayoral til Ís­lands

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka verslun í Smára­lind

Vodafone lokar verslun sinni í Smáralind í lok mánaðarins. Í staðinn munu viðskiptavinir geta farið í verslun Vodafone á Suðurlandsbraut 8 um helgar. Síðasti dagurinn í Smáralind er 29. desember og ný helgaropnun á Suðurlandsbraut hefst strax eftir áramót.

Neytendur
Fréttamynd

Nýtt veitingasvæði rís í Smára­lind

Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­koman eftir flogið niður­lægjandi og meiðandi

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Birgitta Haukdal sló í gegn í Smáralind

Birgitta Haukdal og dóttir hennar, Saga Júlía, ásamt Láru og Ljónsa frá Þjóðleikhúsinu, fylltu Smáralindina i síðustu viku þegar þau tróðu þar upp. Fjöldi fólks lagði leið sína í Smáralind til að horfa á þau syngja og sprella, ásamt því að gæða sér á veitingum og fá áritun frá rithöfundinum Birgittu Haukdal.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ók á grindverk við Smáralindina

Ökumaður ók á grindverk í Kópavogi í dag. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ökumanninn hafa misst stjórn á bifreiðinni, engin slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Sögu Pizza Hut í Smáralind lokið

Veitingastað Pizza Hut í Smáralind var lokað þann 15. maí og hefur keðjan til skoðunar að hefja rekstur á nýjum stað. Leigusamningur Pizza Hut endaði í mánuðinum og tóku stjórnendur ákvörðun um að framlengja hann ekki.

Viðskipti innlent
  • «
  • 1
  • 2