Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 12:41 Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, slær tóninn fyrir leiðtogafund Biden og Pútín. Vísir/EPA Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO. Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Biden og Pútín ætla að funda í Genf í Sviss 16. júní. Samskipti ríkja þeirra hafa verið stirð undanfarin ár, ekki síst vegna innlimunar Rússa á Krímskaga og afskipta af bandarískum kosningum. Undanfarið hefur spennan aðeins farið vaxandi vegna stuðnings Rússa við uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för evrópskrar farþegaflugvélar til þess að handtaka andófsmann. Biden hefur sagst ætla að leggja fast að Pútín að virða mannréttindi á fundinum. Stjórnvöld í Kreml eru nú byrjuð að hita upp fyrir fundinn með óljósum hótunum. „Bandaríkjamennirnir verða að gera ráð fyrir að fjöldi merkja sem kemur frá Moskvu verið óþægilegur fyrir þá, þar á meðal á næstu dögum,“ sagði Sergei Rjabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, í dag. Staðhæfði Rjabkov að Rússar yrðu tilbúnir að svara kröfum Biden um mannréttindi í Rússlandi og fullyrti að rússnesk stjórnvöld hefðu sýnt meiri sveigjanleika um dagskrá leiðtogafundarins en stjórnvöld í Washington-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sama tíma boðaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, að Rússar ætluðu sér að auka herlið sitt við vesturlandamæri sín til þess að bregðast við því sem hann sagði vaxandi hernaðarumsvif Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins vestan við Rússland. AP-fréttastofan segir að Shoigu hafi vísað til fjölgunar flugferða bandarískra sprengjuflugvéla nærri landamærunum og útgerð herskipa NATO.
Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Biden og Pútín funda í Genf Joe Biden og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, munu funda í Genf í næsta mánuði. Verður það fyrsti fundur þeirra tveggja frá því Biden tók við embætti en spenna milli ríkjanna hefur aukist á undanförnum mánuðum. 25. maí 2021 14:31