Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í auglýsingu ráðuneytisins segir að upplýsingafulltrúi hafi einkum umsjón með samskiptum dómsmálaráðuneytisins við fjölmiðla, svör við fyrirspurnum frá almenningi og fjölmiðlum, gerð fréttatilkynninga og fleira. Starfstitlar byggja á upplýsingum í umsóknargögnum.
Umsækjendur voru:
Arnaldur Sigurðarson , frístundaráðgjafi
Atli Dungal Sigurðsson, stundakennari
Auðunn Arnórsson, stundakennari
Ásta Huld Iðunnardóttir, umönnun
Ásta V. Borgfjörð Aðalsteinsdóttir, flugfreyja
Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður
Benedikt Kristjánsson , kerfisstjóri
Eygló Hallgrímsdóttir, deildarstóri
Eyrún Viktorsdóttir, lögfræðingur
Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri
Freyja Ingadóttir, ritstjóri
Haraldur Líndal Haraldsson, ráðgjafi
Heiðrún Kristmundsdóttir, aðalþjálfari mfl kvk
Helga Guðrún Jónasdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri
Hildur Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri - Máltækniáætlun fyrir íslensku
Hjalti Sigurjón Andrason, upplýsingafulltrúi
Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, research fellow
Ionut-Ciprian Diaconu, housekeeper
Jenný Kristín Sigurðardóttir, fjölmiðlafræðingur
Jóhanna M Thorlacius , vefritstjóri
Kalina Petrova Lovcheva, móttökufulltrúi
Kolbrún G Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri
Magnús Sigurjónsson, kennari og fulltrúi
Óli Jón Jónsson, kynningarfulltrúi
Ólöf Sara Gregory, lögfræðingur
Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði
Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir, PR & Marketing Manager
Sigurður Ólafur Kjartansson, kröfuvakt
Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, leikskólakennari
Svanhildur Eiríksdóttir, ritstjóri Faxa
Sveinn Ólafur Melsted, blaðamaður
Örn Arnarson, sérfræðingur

Opinn fyrir öllu skemmtilegu og spennandi
Hafliði sagði undir lok maí að hann hafi ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði hann þrjú ár vera ágætan tíma í ráðuneytinu og að hann vilji prófa ýmislegt annað.
„Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt.“
Fréttin hefur verið uppfærð.