Krónan okkar allra Daði Már Kristófersson skrifar 1. júní 2021 14:31 Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslendungum þykir vænt um krónuna sína, þetta tákn sjálfstæðis þjóðarinnar, og sveigjanleikan sem hún skapar. Við elskum góðu tímana, þegar hún er sterk og kaupmáttur er mikill. Kannski þykir okkur ekki öllum eins vænt um veikingatímabilin þegar hún leiðir til verðbólgu, lækkar kaupmátt launa og hækkar lán. Hindranirnar sem hún skapar í viðskiptum við útlönd. Óvissuna sem hún veldur okkur. En þetta er krónan okkar. Hluti af því að vera Íslendingur. Dálítið eins og veðrið. Seðlabanki Íslands gætir krónunnar. Gengið hefur á ýmsu í því verkefni. Núverandi stefna Seðlabankans virðist umfram allt vera að halda gengi krónunnar stöðugu. Þetta sést bæði á tali seðlabankastjóra og hegðun bankans. Bankinn hefur stutt við gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði, tilmælum til lífeyrissjóðanna um að halda að sér höndum í erlendri fjárfestingu og hvatningu til ríkisjóðs um erlendra lántöku fremur en að fjármagna halla ríkissjóðs innanlands. Fagna ber áherslu Seðlabankans á stöðuga krónu. Kostnaður þjóðarinnar vegna óstöðugleika hefur í gegnum tíðina verið umtalsverður. Beini kostnaðurinn snýr að óhagstæðum lánskjörum fyrirtækja og almennings og óvissu sem gerir allar áætlanir erfiðar og varnir gegn þeim dýrar. En það er einnig umtalsverður óbeinn kostnaður. Útflutningsgreinar sem byggja á nýtingu hugvits og þekkingar fremur en auðlinda hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Sveiflukennd vegferð þjóðarinnar með krónunni sinni er vörðuð tækifærum sem aldrei urðu. Tækifærum sem þoldu ekki sveiflurnar. Í alþjóðlegum samanburði er nýsköpun á Íslandi með því besta sem gerist. Hugmyndirnar sem aldrei urðu hafa því að öllum líkindum verið margar. Það eru því góðar fréttir fyrir framtíðina að Seðlabankinn leggi áherslu á stöðuga krónu. Fátt í heiminum er án fórna. Stöðugur gjaldmiðill er þar engin undantekning. Einhverju verður að fórna. Ef megináhersla er á stöðugan gjaldmiðil þarf annað hvort að fórna sjálfstæðri peningastefnu, þ.m.t. sjálfstæðri ákvörðun vaxta, eða frjálsu flæði fjármagns. Val Seðlabanka Íslands er að fórna frjálsu flæði fjármagns. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga sem heimilar bankanum að beyta gjaldeyrishöftum. Höft hafa margvísleg neikvæð áhrif. Þau mismuna borgurunum. Sumir verða fyrir þeim meðan aðrir geta komist hjá þeim. Þannig styrkja þau stöðu útflutningsfyrirtækja en veikja stöðu lífeyrissjóða og draga úr erlendri fjárfestingu. Viðreisn hefur talað fyrir annarri leið, að fara í samstarfi við nágrannaþjóðir um peningastefnu. Það er sú leið sem Danir hafa valið að fara undanfarna áratugi. Afleiðingarnar yrðu stórbætt skilyrði fyrir einstaklinga og heimili og sá stöðugleiki sem Seðlabankinn leggur svo mikla áherslu á. Þessi leið hefur líka galla. Hún leggur miklar kröfur á stöðugleika innanlands. Kröfur sem bæði hið opinbera og aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka tillit til. Við, sem styðjum stöðugan gjaldmiðil, eigum tvo kosti með krónunni, höft eða samvinnu. Val okkar á skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíðina. Hver er þín skoðun? Höft eða samvinna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun