Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2021 18:30 Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“ Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heilbrigðisráðherra flutti mánaðarlega skýrslu um stöðu bólusetninga og sóttvarnaráðstafana á Alþingi í dag. Skýrslurnar eru nú orðnar tíu og svör og ræður ráðherra yfir tvö hundruð talsins en segja má að þessi skýrsla hafi markað ákveðin tímamót í faraldrinum. „Það er svo hátíðleg stund hér, þar sem ég vona að þetta sé síðasta skýrslan sem ég er að gefa Alþingi um þessi mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag. Enda er stefnt að þinglokum í næstu viku og kosningar á næsta leyti auk þess sem ráðherra er einungis skylt að flytja skýrslu þegar sóttvarnaraðgerðir eru í gildi. „Nú þegar hafa um sextíu prósent fullorðinna fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og ef áætlanir ganga eftir má gera ráð fyrir því að yfir 90% hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í síðari hluta þessa mánaðar.“ Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er miðað við að 75% fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis til þess að hægt verði að afnema allar takmarkanir á samkomum innanlands. Samkvæmt framgangi bólusetninga ætti það að hægt síðar í mánuðinum en núgildandi reglur renna út eftir rúmar tvær vikur. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um bóluefni til næstu tveggja ára og Svandís segir til skoðunar að Íslendingar fylgi því. Aðspurð um bólusetningar til framtíðar sagði Svandís að Evrópusambandið væri búið að semja við Pfizer um bóluefni á næstu tveimur árum. „Við erum tilbúin til að vera þátttakendur í því samstarfi. Við höfum þó ekki lokið skoðun á fleiri valkostum í þeim efnum. En við munum þurfa bóluefni áfram inn á árið 2022, það liggur fyrir. Það er til skoðunar að við þurfum viðbótar „boozt“ eins og það er kallað og mögulega munum við vilja bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára. Þetta er allt saman til skoðunar.“
Alþingi Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira