Börnum mismunað þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2021 17:31 Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun