Sósíalistar þora að berjast fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu án endurgjalds Andri Sigurðsson skrifar 2. júní 2021 08:01 Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Sósíalistar vilja samfélag byggt á félagslegum lausnum þar sem fólk þarf ekki að óttast að lenda í fátækt eða missa heimili sitt ef það missir vinnuna. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem þorir að krefjast heilbrigðisþjónustu án endurgjalds, líkt og þekktist áður en hægrið innleiddi nýfrjálshyggjuna. Samfélags þar sem allir geta menntað sig og hlotið til þess styrki en ekki aðeins skuldir. Samfélags þar sem allir geta fengið aðgang að öruggu og ódýru húsnæði með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum. Félagslegt húsnæðiskerfi byggt á sömu hugsjónum sem leiddu til uppbyggingar verkamannabústaðakerfisins sem hægrið lagði niður. Eldri kynslóðir muna eftir samfélagi þar sem fólk var ekki beðið um að borga fyrir að veikjast og fá krabbamein. Við áttum slíkt heilbrigðiskerfi áður en stjórnmálamenn fundu upp hugtakið "kostnaðarþátttaka sjúklinga". Á Íslandi kostar það kannski ekki milljarð að fá krabbamein eins og segir í lagi Hatara en það getur samt kostað milljónir og steypt fólki niður í fátækt. Bókstaflega. Það er hluti af þróun nýfrjálshyggjuáranna að einkavæða og markaðssvæða sífellt stærri hluta samfélagsins en það er grundvallaratriði að snúa af þeirri braut. Það er ekki bara nóg að hækka launin og hækka bætur og bæta sífellt meira spreki á eldinn heldur þarf að afmarkaðsvæða og almannavæða kerfin okkar og lækka þannig kostnað okkar af því að lifa. Við getum nefnilega byggt upp frábært heilbrigðiskerfi á Íslandi eins og þekkist víða í nágrannalöndum okkar. Kerfi sem styður við fólk en steypir því ekki í skuldir. Á nýlegum kosningafundi sósíalista steig fram maður sem hafði nýlega fengið þær fréttir að dóttir hans, sem bjó á Bretlandi, hafi greinst með krabbamein. Hann tjáði okkur sem vorum mætt að hans fyrsta hugsun hefði verið að fá dóttur sína heim en hún hafi þá sagt honum í símann að hún hefði ekki efni á að vera með krabbamein á Íslandi. Þetta var honum mikið áfall en hann sagði okkur svo að dóttir hans hafi ekki verið rukkuð um eina krónu vegna veikindanna. Hann sagði okkur að dóttir hans hefði að auki fengið félagsráðgjafa, sálfræðing, og fjármálaráðgjafa til að styðja sig í gegnum áfallið, fyrir utan allt hjúkrunarfólkið. Hvert erum við komin þegar fólk þakkar fyrir að börnin þeirra búi ekki á Íslandi? Komandi kosningar eiga nefnilega að snúast um þetta. Að almenningur taki völdin og endurheimti velferðarsamfélagið okkar úr klóm auðstéttarinnar, markaðshyggjunnar, og niðurskurðarstefnunnar. En til þess verður vinstrið að þora biðja um slíkt samfélag. Það er nóg komið af málamiðlunum við hægrið. Látum ekki almenning bíða eftir réttlætinu í fjögur ár í viðbót. Sósíalistar eru ekki í stjórnmálum til þess að eyða tíma kjósenda í vitleysu og munu ekki láta teyma sig inn í enn eina miðjumoðsstjórnina. Sameinumst um félagshyggjustjórn í haust og gefum nýfrjálshyggjunni og öfgum markaðshyggjunnar fingurinn. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun