Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 12:33 Yandy með íslenska og kúbverska fánann á Everest. aðsend Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira