Hópsýking hjá hælisleitendum Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 11:39 Hópsýking er komin upp í hópi hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57
Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46