4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 12:00 Antonin Panenka tryggir Tékkum sigur á Vestur-Þýskalandi í vítakeppni og um leið Evrópumeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið. Getty/Karl Schnörrer Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. Tékkóslóvakía endaði langa sigurgöngu Þjóðverja á EM 1976 en úrslitakeppnin var spiluð í Júgóslavíu þetta sumar og innihélt bara fjögur lið. Þýska landsliðið mætti til leiks sem ríkjandi heims- og Evrópumeistari frá 1974 og 1972. Days To Go! Panenka's penalty at EURO '76: a game changer. Which modern star does this best?#EURO2016 pic.twitter.com/KZk3QdXN8H— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 31, 2016 Þjóðverjar komust enn á ný úrslitaleikinn eftir sigur á heimsmönnum í Júgóslavíu í framlengdum undanúrslitaleik en að þessu sinni urðu þeir að sætta sig við tap. Tékkar höfðu hins vegar unnið Holland, silfurliðið frá HM 1974, í framlengdum undanúrslitaleik, og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með sigri á Þýskalandi í vítakeppni. Þjóðverjar söknuðu örugglega markahróksins Gerd Müller sem hafði skorað sigurmarkið í úrslitaleik HM 1974 og tvö mörk í úrslitaleik EM 1972. Der Bomber hætti í landsliðinu eftir HM 1974 þrátt fyrir að vera bara 28 ára gamall. Það var reyndar annar Müller, Dieter Müller, sem skoraði mest allra í úrslitakeppninni eða fjögur mörk. Hann tók þó ekki víti í vítakeppninni. Antonín Panenka: O Reinventor do Penálti no Euro 1976pic.twitter.com/FjRQrf9DkO— bet.pt (@betpt) June 7, 2021 Tékkar byrjuðu og skoruðu úr fjórum fyrstu vítaspyrnum sínum. Þjóðverjar jöfnuðu í þrjú fyrstu skiptin en í því fjórða þá skaut Uli Hoeness yfir markið. Tékkar gátu því tryggt sér Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr fimmtu vítaspyrnu sinni. Antonín Panenka steig þá fram og hefur síðan verið hluti af knattspyrnusögunni. Það var ekki bara að hann tryggði þjóð sinni Evrópumeistaratitilinn heldur hvernig hann fór að því. Antonín Panenka beið eftir því að Sepp Maier, markvörður þýska landsliðsins, skutlaði sér til vinstri og lyfti síðan boltanum í mitt markið. Tékkar voru orðnir Evrópumeistarar og svona vítaspyrnur hafa síðan verið kallaðar Panenka vítaspyrnur. "I was one thousand per cent certain that I would take the penalty in that way... and that I would score."Antonin Panenka created history - and a new piece of skill - at the 1976 European Championships— Eurosport UK (@Eurosport_UK) June 1, 2021 „Eftir hverja æfingu þá voru ég og markvörðurinn okkar alltaf að æfa vítaspyrnur. Við lögðum undir súkkulaði eða bjór í hvert skipti. Hann er mjög góður markvörður og þetta varð því mér mjög dýrt. Stundum lagðist ég á koddann og reyndi að finna út leiðir til að vinna hann,“ sagði Antonín Panenka í samtali við heimasíðu UEFA. „Ég byrjaði rólega að þróa þetta á æfingum. Ég fór síðan að bæta á mig af því ég vann öll veðmálin. Ég byrjaði að nota þetta í vináttuleikjum en svo fullkomnaði ég þetta og notaði í deildarleikjunum. Hápunkturinn var þegar ég notaði þetta á EM. Þetta var auðveldasta og einfaldasta leiðin til að skora,“ sagði Panenka. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 6 dagar í EM: Þjóðverjar eina þjóðin í undanúrslitum þriggja síðustu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Þýska landsliðið hefur komist alla leið í undanúrslit á síðustu þremur Evrópumótum en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn á þessari öld. 5. júní 2021 12:01 7 dagar í EM: Þurftu hlutkesti og aukaleik á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir unnu EM í fyrsta og eina skiptið fyrir 53 árum en þurftu þá heldur betur að treysta á heppnina. 4. júní 2021 12:01 8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Tékkóslóvakía endaði langa sigurgöngu Þjóðverja á EM 1976 en úrslitakeppnin var spiluð í Júgóslavíu þetta sumar og innihélt bara fjögur lið. Þýska landsliðið mætti til leiks sem ríkjandi heims- og Evrópumeistari frá 1974 og 1972. Days To Go! Panenka's penalty at EURO '76: a game changer. Which modern star does this best?#EURO2016 pic.twitter.com/KZk3QdXN8H— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 31, 2016 Þjóðverjar komust enn á ný úrslitaleikinn eftir sigur á heimsmönnum í Júgóslavíu í framlengdum undanúrslitaleik en að þessu sinni urðu þeir að sætta sig við tap. Tékkar höfðu hins vegar unnið Holland, silfurliðið frá HM 1974, í framlengdum undanúrslitaleik, og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með sigri á Þýskalandi í vítakeppni. Þjóðverjar söknuðu örugglega markahróksins Gerd Müller sem hafði skorað sigurmarkið í úrslitaleik HM 1974 og tvö mörk í úrslitaleik EM 1972. Der Bomber hætti í landsliðinu eftir HM 1974 þrátt fyrir að vera bara 28 ára gamall. Það var reyndar annar Müller, Dieter Müller, sem skoraði mest allra í úrslitakeppninni eða fjögur mörk. Hann tók þó ekki víti í vítakeppninni. Antonín Panenka: O Reinventor do Penálti no Euro 1976pic.twitter.com/FjRQrf9DkO— bet.pt (@betpt) June 7, 2021 Tékkar byrjuðu og skoruðu úr fjórum fyrstu vítaspyrnum sínum. Þjóðverjar jöfnuðu í þrjú fyrstu skiptin en í því fjórða þá skaut Uli Hoeness yfir markið. Tékkar gátu því tryggt sér Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr fimmtu vítaspyrnu sinni. Antonín Panenka steig þá fram og hefur síðan verið hluti af knattspyrnusögunni. Það var ekki bara að hann tryggði þjóð sinni Evrópumeistaratitilinn heldur hvernig hann fór að því. Antonín Panenka beið eftir því að Sepp Maier, markvörður þýska landsliðsins, skutlaði sér til vinstri og lyfti síðan boltanum í mitt markið. Tékkar voru orðnir Evrópumeistarar og svona vítaspyrnur hafa síðan verið kallaðar Panenka vítaspyrnur. "I was one thousand per cent certain that I would take the penalty in that way... and that I would score."Antonin Panenka created history - and a new piece of skill - at the 1976 European Championships— Eurosport UK (@Eurosport_UK) June 1, 2021 „Eftir hverja æfingu þá voru ég og markvörðurinn okkar alltaf að æfa vítaspyrnur. Við lögðum undir súkkulaði eða bjór í hvert skipti. Hann er mjög góður markvörður og þetta varð því mér mjög dýrt. Stundum lagðist ég á koddann og reyndi að finna út leiðir til að vinna hann,“ sagði Antonín Panenka í samtali við heimasíðu UEFA. „Ég byrjaði rólega að þróa þetta á æfingum. Ég fór síðan að bæta á mig af því ég vann öll veðmálin. Ég byrjaði að nota þetta í vináttuleikjum en svo fullkomnaði ég þetta og notaði í deildarleikjunum. Hápunkturinn var þegar ég notaði þetta á EM. Þetta var auðveldasta og einfaldasta leiðin til að skora,“ sagði Panenka. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 6 dagar í EM: Þjóðverjar eina þjóðin í undanúrslitum þriggja síðustu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Þýska landsliðið hefur komist alla leið í undanúrslit á síðustu þremur Evrópumótum en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn á þessari öld. 5. júní 2021 12:01 7 dagar í EM: Þurftu hlutkesti og aukaleik á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir unnu EM í fyrsta og eina skiptið fyrir 53 árum en þurftu þá heldur betur að treysta á heppnina. 4. júní 2021 12:01 8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
6 dagar í EM: Þjóðverjar eina þjóðin í undanúrslitum þriggja síðustu EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Þýska landsliðið hefur komist alla leið í undanúrslit á síðustu þremur Evrópumótum en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn á þessari öld. 5. júní 2021 12:01
7 dagar í EM: Þurftu hlutkesti og aukaleik á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir unnu EM í fyrsta og eina skiptið fyrir 53 árum en þurftu þá heldur betur að treysta á heppnina. 4. júní 2021 12:01
8 dagar í EM: Tvisvar Evrópumeistari án þess að spila eina mínútu á EM Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Aðeins einn leikmaður hefur unnið þrenn verðlaun í sögu Evrópumótsins í knattspyrnu. 3. júní 2021 12:03
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00