Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2021 18:31 Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau. Kanada Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau.
Kanada Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira