Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Sigþrúður Ármann skrifar 9. júní 2021 06:00 Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Skoðun: Kosningar 2021 Sigþrúður Ármann Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. Umhverfið og verðmætasköpun Samkeppnisforskot okkar er græn orka og hana eigum við að nýta í meiri mæli til uppbyggingar atvinnulífs á Íslandi. Íslensk framleiðsla er verðmætari og umhverfisvænni þegar hún er byggð á umhverfisvænum orkugjöfum. Við þurfum að auka innlenda framleiðslu og fullvinna vörur í meiri mæli hér á landi. Einnig eigum við að laða erlendar fjárfestingar til landsins til að nýta græna orku enn frekar. Með endurnýjanlegri orku aukum við verðmætasköpun hér á landi. Innviðir og fjárhagslegir hvatar Við þurfum að byggja upp kerfi sem styður við hringrásarhagkerfið og eykur sjálfbærni. Við höfum öfluga innviði en getum gert betur. Við þurfum að efla innlenda endurvinnslu og auka endurnýtingu. Taka ábyrgð á eigin úrgangi, endurnýta og endurvinna það sem hægt er enda leynast þar verðmæti en ekki bara úrgangur. Hér þurfum við að treysta á einkaframtakið, styðja við uppbyggingu atvinnulífsins og tryggja að virðiskeðjan styrkist hér á landi og störfum fjölgi. Fjárhagslega hvata þarf að nýta meira og þeir þurfa að beina málum í þann farveg að af þeim hlotnist fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur. Þannig græða allir. Höfum líka í huga að með því að auka umhverfisvitund okkar og gera betur í umhverfis- og loftlagsmálum erum við ekki aðeins að auka lífsgæði komandi kynslóða heldur aukast lífsgæði okkar sem nú lifum verulega. Við skulum því endurhugsa, endurmeta, endurnýta – og þegar við á endurvinna. Höfundur er lögfræðingur, framkvæmdastjóri og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar