Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og Almannavörnum. Viðbragðsaðilar þurfi svigrúm að endurmeta aðstæður. Verið er að leggja nýja gönguleið að gosstöðvunum. Hún liggur samhliða gönguleið A nær alla leið en fer vestur um Fagradalsfjall og er því ekki í vegi hraunflæðisins.
