Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2021 13:33 Markvörður Eyjakvenna lætur vel í sér heyra og má telja 100 prósent lýkur á að þessi fyrirgjöf hafi endað í öruggum höndum hennar. TM mótið Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum. Undirritaður fylgdi liði KR til Eyja í þetta skiptið. Sjúkur fótboltaáhugamaður ekki síst þegar krakkarnir hans eiga í hlut. Eins og á öllum stórmótum væri óeðlilegt að koma sér ekki að stóra punktinum strax. Hver vann? Í stuttu máli þá vann KA, stelpurnar í gulu og bláu búningunum frá Akureyri. Fleiri fóru þó heim með bikara og minningar fyrir lífstíð á þessu fjölmennasta íþróttamóti sem haldið hefur verið í Eyjum þar sem fjöldi þátttakenda í formi keppenda, þjálfara og fararstjóra nam 1200 manns. Með allt niðrum sig Þrjár vikur eru síðan dóttir mín tilkynnti mér að eftir árshlé væri hún aftur byrjuð að æfa fótbolta. Fram undan væri Pæjumótið í Eyjum, kennt við styrktaraðilann TM, og hún ætlaði að fara. Einmitt. Fyrir mig var þetta mikið fagnaðarefni. Dóttir mín hafði hætt í fótbolta og snúið sér að dansi og fimleikum. Besta mál. En minnugur um mín eigin fótboltamót í æsku langaði mig mikið til að hún fengi að upplifa ævintýri í Vestmannaeyjum. Þegar áhuginn kviknaði skyndilega á ný þá var aldrei spurning um að láta ævintýrið verða að veruleika. Ekki bara ævintýri fyrir hana heldur líka mig. Ég er nefnilega fótboltasjúkt foreldri. Aðstæður eru vafalítið ólíkar á milli félaga. Hjá KR var sem betur fer pláss í hópnum þrátt fyrir skamman fyrirvara. En þar með eru ekki öll mál leyst. Alls ekki. Þremur vikum fyrir Pæjumót í Vestmannaeyjum ertu nefnilega í djúpum skít, ef þú hefur ekki gert neinar ráðstafanir. Það er bara þannig. Ferðir út í Eyju með bíl eru fullbókaðar. Hótel og gistiheimili eru full. Símtal á veitingahúsið Slippinn eða Hótel Vestmannaeyjar með von í brjósti um laust borð eða herbergi eru líkleg til að skila sér í hlátri starfsfólks yfir foreldri sem er ekki búið að vinna heimavinnuna sína. Sama gildir víðar á Eyjunni. Það er barist um hvert borð á kvöldin á Slippnum við höfnina.@slippurinn Ef þú ætlar á fótboltamót með krökkunum í júní þá ertu tilbúinn á tökkunum með vorinu þegar opnar fyrir bókanir í Herjólf. Þú bókaðir gistingu í október. Punktur. Tjaldið síðasti valkostur Örvæntingarfull leit getur þó skilað árangri. Kona nokkur í Eyjum er eflaust ein fjölmargra sem breytir húsinu sínu í gistiheimili þegar krakkamótin skella á. 20 þúsund krónur fyrir nóttina virðist kannski dýrt en þá er bara að kynna sér betur lögmálið um framboð og eftirspurn. Eyjamenn eru gestrisnir og margir fá að gista hjá fjölskyldu eða vinum. Hin hugrökku skella sér á tjaldsvæðið upp á von og óvon. Óvissan er mikil. Heimaey er líklega einn fallegasti staðurinn á Íslandi þegar veður er gott. En þegar það blæs og rignir þá hugsa tjaldbúar í Eyjunni fögru með hlýjum hug um rúmið sitt heima í Hafnarfirði eða í Stykkihólmi. Mótssvæðið. Herjólfshöllin fyrir miðju þar sem spilað var á tveimur völlum innanhúss. Týsvöllur til hægri, Hásteinsvöllur fyrir miðri mynd og svo Þórsvöllur til vinstri við tjaldsvæðið. Herjólfsdalur svo í baksýn þar sem eldarnir verða kveiktir um Verslunarmannahelgina.Erlingur Snær Erlingsson Allt í lagi ef þú ert í fellihýsi, hugsar kannski einhver? Segðu fólkinu það sem flúði með fellihýsið inn í Herjólfsdal í skjól við stóra Þjóðhátíðarsviðið aðfaranótt laugardags. Já, eða kvaddi fellihúsaeigendur og vini sína í snarheitum sem höfðu skotið yfir það skjólshúsi í gistivandræðum, og fékk inni hjá frænku vinkonu bróður Lárusar hennar Hafdísar, systur Jens bróður Guðmundar í bæ. Hjólandi liðstjórar Þótt Heimaey sé lítil þá kemur sér vel að hafa farartæki við höndina. Margir nýttu sér Hopp rafhlaupahjól sem hafa gert innrás á Heimaey. Sum félögin mættu með sendiferðabíla til Eyja til að ferja stelpurnar á milli staða. Leiðin frá gistingunni í skólanum getur verið nokkuð löng á leið í morgunmatinn í Höllinni snemma morguns. Sömuleiðis ferðin upp á Helgafellsvöllinn við hliðina á flugvellinum. Við vorum því frekar vængbrotnir pabbarnir tveir sem mættu á fyrstu liðstjóravaktina klukkan sjö á fimmtudagsmorgun. Hjólandi. Fram undan göngutúr í morgunmat og svo fyrsti leikur klukkan 8:20 á fyrrnefndum Helgafellsvelli. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum á Suðurlandinu að það hefur verið kalt í veðri undanfarnar vikur og svo sannarlega ekkert stuttbuxnaveður snemma morguns í Eyjum. Íþróttasvæði Eyjamanna er veglegt enda þurfa 1200 krakkar nóg af grasfleti fyrir tíu leiki á þremur dögum.Erlingur Snær Erlingsson Að sannfæra ellefu og tólf ára gamlar stelpur, þreyttar og nýkomnar úr svefnpokanum, um að búa sig vel fyrir daginn er hins vegar ekki auðvelt verk. „Mér er ekkert kalt,“ er fullkomlega skiljanlegt svar inni í hlýrri skólastofu í stuttbuxum og bol með takkaskóna í poka á bakinu. „Ég held það væri gott að taka húfu með, já og buxur, já og úlpu. Ertu með vettlinga?“ Inn um annað, út um hitt. Af hverju ættu þær að taka mark á pabba annarrar stelpu í liðinu? Hvað gæti hann mögulega vitað? Hálftíma síðar á leiðinni upp á völlinn. „Mér er kalt.“ Hvað kemurðu mörgum ellefu ára stelpum inn í Peugeot? Góð upphitun úti á velli getur þó ýmsu bjargað og þegar öllu er á botninn hvolft þá eru krakkar algjörir naglar. Ellefu ára stelpurnar í KR spiluðu í roki og rigningu, með sól inni á milli, tróðu sér níu inn í einn fólksbíl, í láni frá Eyjamömmu, til að hlýja sér á milli þess sem þær skoruðu mörk og fengu á sig. Þröngt máttu sáttar sitja í þessum ágæta fólksbíl á milli leikja í Eyjum.Kaffibolli og regnföt eru staðalbúnaður foreldra á fótboltamóti. Sigur, jafntefli og tap. Jafnir leikir er allt sem maður biður um. Keppni við jafningja. Foreldrar skelltu í sig hverjum kaffibollanum á fætur öðrum í kuldanum. Hugsandi til hinna foreldranna sem gátu sofið út því þeirra stelpur áttu ekki leik fyrr en upp úr hádegi. „Glæsilegt! Geggjaðar stelpur! Frábær barátta“ eru hin hlutlausu orð sem 99% foreldra árið 2021 láta fylgja inn á völlinn. Einstaka pabbi fer fram úr sér sem sjálfskipaður aðstoðarþjálfari. Ruglar stelpurnar í rýminu og setur aukna pressu á þær með skilaboðum í stresskasti á hliðarlínunni. Eða hreytir einhverju í ungan dómara. Algjör undantekning í dag sem betur fer. Stöðug fléttuvakt hjá mömmunum Árið 1992 fór ég á mitt Eyjamót, Shell-mótið sem þá hét. KR sendi fjögur lið. Í minningunni voru þjálfararnir þrír og einn pabbi sem stýrði fjórða liðinu. Alveg örugglega D-liðinu í því tilfelli eins og svo oft vill verða. Lökustu leikmennirnir fá minnstu tilsögnina. KR var með fararstjóra, einhverjir foreldrar, en þeir voru mun fleiri sem áttu engan stuðningsmann á hliðarlínunni en hitt. Nú er undantekning ef foreldri eða forráðamaður fylgir ekki liðinu til Eyja. Sumir einn dag en margir yfir þrjár nætur. Hvað er skemmtilegra en að fylgjast með krökkunum sínum? Þetta er fjölskylduveisla. Það blés nokkuð hressilega á stelpurnar í Víking og KA í úrslitaleiknum þar sem þær gulu og bláu unnu 3-1 sigur.TM mótið Og það eru vaktir. Foreldrar standa næturvaktir, liðstjóravakt, síðdegisvakt, kvöldvakt. Hjálpast til við að koma stelpunum hingað og þangað, í mat á réttum tíma, bóka ferðir og fylgja í sund, lágmarka slysahættu í spranginu, láta undan bragðarefspressunni og splæsa á línuna, fylgja hópnum á kvöldvöku, á leik landsliðs og pressuliðs svo ekki sé talað um úr heimahverfinu, út í Heimaey og til baka. Já, og flétta allar stelpurnar. Þar er óhætt að segja að mömmurnar standi feðrunum töluvert framar. Skipulögðustu félögin og þau öflugustu eru búin að skipuleggja ferðina með löngum fyrirvara. Bóka sendibíla, afla nestis til að hafa á milli leikja, manna allar vaktir og tryggja að álagið dreifist á milli foreldra með eðlilegum hætti. Jafnvel bjóða heim í „happy hour“, grilla saman eða hrista foreldrahópinn saman á einn eða annan hátt. Veltan nemur fleiri hundruð milljónum Það væri mjög áhugavert að átta sig á veltunni í Vestmannaeyjum þessar stóru helgar yfir sumarið. Miðað við að skipuleggjendur Þjóðhátíðar, ÍBV, hafa aldrei viljað gefa upp nákvæman gestafjölda á Þjóðhátíð er ansi bjartsýnt að ætla að fá einhver svör um slíkt. Ýmislegt má þó grófreikna með fyrirvara um skekkju. Fyrir liggur að tæplega 1200 stelpur taka þátt. Flestum gestanna fylgir stuðningsmaður og oft fleiri en einn. Sá gestur sem ég þekki best til er ég sjálfur og því ekki úr vegi að opinbera minn eigin kostnað við ferðina. Eftir sætan sigur á Helgafellsvelli koma skemmtilegar hugmyndir sem eru framkvæmdar, eins og þessi. 60 þúsund í gistingu og 25 þúsund í mat og drykk. Hugsa að það sé ansi vel sloppið. Við bætast 39 þúsund krónur í mótsgjald fyrir dótturina. 124 þúsund krónur var minn kostnaður við mótið yfir fjóra daga. Örugglega vel sloppið en gefur okkur eitthvað viðmið. Væri eitt foreldri á hverja stúlkuna 1200 værum við að tala um 150 milljónir króna. Meðaltalið er vafalítið hærra í fjölda stuðningsmanna á barn og því ljóst að veltan í Heimaey á fótboltahelgi nemur fleiri hundruð milljónum króna. Twerkað á hvolfi Foreldrar eru líka mættir út í Eyjar til að gera vel við sig í mat og drykk. Lifa og njóta. Það er skyldumæting á Slippinn að minnsta kosti einu sinni, þótt ég hafi reyndar brotið þá reglu sökum seinagangs við skipulagningu ferðarinnar. Foreldradjammið er skylda enda galopið tækifæri, nema þú standir næturvaktina í skólanum þá nóttina. Allir barnlausir og tilbúnir að skemmta sér. Fólk af sömu kynslóð, gamlir skólafélagar og jafnvel gamlar ástir. Fólk sem hefði fyrir nokkrum árum verið líklegra til að mæta til Eyja fyrstu helgina í ágúst en er þar nú snemma í júní. Böll hafa verið þessa helgi þar sem kviknað hefur í gömlum neistum og næturævintýri orðið að veruleika. Sökum samkomutakmarkana var vafalítið minna um það í ár þótt heyrst hafi af partýjum í heimahúsum langt fram eftir nóttu. Nokkrar föngulegar konur úr Fossvoginum buðu meðal annars heim í partý þar sem herramaður á fimmtugsaldri tók áskorun um að „twerka“ á hvolfi upp við vegg, á höndum. Maður er aldrei of gamall til að hafa gaman. Landsliðskonur framtíðarinnar Nóg af twerki og aðeins að mótinu sjálfu. Stelpurnar spila í sjö manna liðum, tíu leiki yfir þrjá daga. Hver leikur er tæpur hálftími með stuttu hléi. Hvert félag skráir liðin sín til leiks í ákveðinn styrkleikahóp. Að loknum hverjum degi er svo raðað í nýjan riðil eftir árangri og lagt upp með að lið fái andstæðinga við hæfi. Í 1200 stelpna hópi eru auðvitað nokkrar sem skara fram úr. Landsliðskonur framtíðarinnar. Leikir bestu liðanna eru því skemmtilegastir fyrir augað, þar sem tilþrifin eru flottust og mest undir. Stelpur sem ætla sér langt, með eigin drauma um að spila í bláum búningi í flóðljósum á Laugardalsvelli og syngja þjóðsönginn. Hart var tekist á í landsleiknum þar sem hvert félag átti einn fulltrúa.TM mótið Öll félögin sendu einn fulltrúa í leik landsliðs og pressuliðs á laugardeginum. Þar sáust heldur betur flott tilþrif. Leikina tvo má sjá hér að neðan. Og fyrst þú spyrð, lesandi góður, þá stóð markvörður KR á milli stanganna og hélt hreinu fyrir pressuliðið í 3-0 sigri í fyrri landsleiknum. Mér er ljúft og skylt að upplýsa um það. Allir í bikarséns Þótt bestu leikmennirnir fái mestu athyglina þá býður fyrirkomulag mótsins upp á að á lokadegi eiga öll lið möguleika á bikar. Þá er myndaður síðasti riðillinn þar sem sigurvegari hvers riðils mætir sigurvegara annars riðils í úrslitum um bikar. Þannig eiga allar stelpurnar möguleika á að líða eins og heimsmeisturum í lok dags á laugardegi. Þá skiptir engu hvort þú ert í liði 1 eða liði 12, hvort metið þitt í að halda á lofti sé hundrað eða tveir. Baráttan um bikarinn er raunveruleg og allt getur gerst. Matthildur markvörður KR-1 hafði nóg að gera í viðureign KR við meistaraefnin í KA. Bæði lið fóru þó heim með bikara í mótslok.TM mótið Fjarðabyggð, Rangæingar, Grindvíkingar, Framarar, Stjarna, Breiðablik, Njarðvík, RKV (Keflavík, Reynir, Víðir), Snæfellsnes, ÍA, ÍR, Valur, ÍBV, Fylkir, Þróttur, Þór, KA, Víkingur, áttu öll lið sem spiluðu úrslitaleik um bikar. Þvílík stund. Minning fyrir lífstíð. Hjá sterkustu liðunum mættust KA og Víkingur í úrslitaleik. Flestir reiknuðu með sigri KA sem hafði unnið 5-0 sigur þegar liðin mættust fyrr á mótinu. 3-1 sigur norðankvenna var niðurstaðan en liðið hafði nokkra yfirburði á mótinu. Vann alla leiki sína með markatölunni 28-3 samanlagt. Aníta Ingvarsdóttir skoraði þrennu í úrslitaleiknum. Nafn sem væri kannski vissara að hafa á bak við eyrað. En það er keppt í fleiru og þegar kemur að hæfileikakeppninni er metnaðurinn ekki minni hjá mörgum félögum. Hvort það er tilviljun eða til marks um hugarfarið norðan heiða þá vann KA líka sigur í hæfileikakeppninni. Þar unnu allar stelpurnar saman sigur með glæsilegu atriði. Fleiri félög buðu upp á frábær atriði, eins og Víkingar sem tefldu fram engum öðrum en Bassa Maraj. Eintóm skemmtun Þrátt fyrir að hafa skemmt sér vel fram eftir á kvöldin þá er ekkert annað í stöðunni fyrir fótboltasjúkt foreldri en að rífa sig upp fyrir allar aldir til að ná leikjunum. Ef ekki hjá eigin liði, þá hjá hinum KR-liðunum. Stelpur úr hverfinu að leggja sig fram og sýna frábær tilþrif. KA stelpur fagna sigri í mótinu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka. Víkingsstelpur voru fljótar að óska Norðanstelpum til hamingju eftir spennandi úrslitaleik.TM mótið Svo að fylgjast með börnum vina sinna í hinum og þessum félögum spæna upp og niður völlinn, skora mark og ærast af fögnuði. Eða hrynja í jörðina eftir dramatískt tap með tilheyrandi táraflóði. Allt fer þetta í reynslubankann. Hluti af stóra lærdómnum sem lífið er. Eftir að hafa horft á þúsundir fótboltaleikja í gegnum tíðina kemst fátt nálægt því þegar barnið þitt er að keppa, leggja sig allt fram og takast á við spræka krakka úr öðrum félögum. Lenda í mótlæti, fá meðbyr, takast eitthvað í fyrsta skipti, trúa ekki sínum eigin augum. „Sástu þetta pabbi?“ Svarið er yfirleitt já, enda getur maður ekki tekið augun af leikjunum. Ælupokinn getur komið sér vel Og svo þarf að komast heima af eyjunni, á stærri eyjuna. Báturinn heim. Spáin hafði ekki verið góð fyrir heimferðina og reglulegt umræðuefni á meðan móti stóð. Allir þó jafnþakklátir fyrir að ferjan siglir á 35 mínútum til Landeyjahafnar en ekki þremur tímum til Þorlákshafnar. Kæmust allir heim? Yrði bátsferðum frestað? Flugi þá líka? Aukanótt? Veðrið reyndist ekki svo slæmt að fresta þurfti báts- eða flugferðum en ælupokarnir í Herjólfi komu sér þó vel. Bæði fyrir ungar stelpur í spennufalli og foreldra með þriggja daga djammviskubit í svitabaði. Sumir voru að fara á sitt þriðja Pæjumót með stelpuna sína sem spilaði upp fyrir sig fyrir tveimur árum. Aðrir að mæta í fyrsta skipti og farnir að skipuleggja ferðina á mótið á næsta ári. Svo eru sumir sem ákváðu að eignast börnin sín með eins árs millibili og fara með strákinn sinn á Peyjamótið, Orkumótið svokallaða, eftir tæpar tvær vikur. Undirritaður er í þeim hópi, hlakkar mikið til og vonast til að vera búinn að endurheimta röddina sína eftir hvatningarhróp og kvöldskemmtun í Eyjum. Ekki séns að stækka mótið Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri segir TM-mótið hafa stækkað hratt undanfarin ár. 100 lið voru í fyrra en 120 í ár á fjölmennasta íþróttamóti sem haldið hefur verið í Eyjum. Nokkrar kenningar eru uppi varðandi aukninguna. Fleiri stelpur æfi fótbolta, áhugi félaga um að bæta umgjörð fyrir stelpulið sé að aukast, 2009 og 2010 eru fjölmennir árgangar (stundum nefnd kreppubörnin) og ferðalög til útlanda eru í lágmarki vegna kórónuveirufaraldursins. Sigríður Inga segir alveg ljóst að ekki sé möguleiki á að stækka mótið meira. „Við þurftum að gera breytingar á dagskránni fyrir mót þegar kom í ljós hvaða sóttvarnarreglur yrðu í gildi. Við gátum ekki verið með neinn viðburð inni í íþróttahúsinu eins og hefur alltaf verið þ.a.l. þurftum við að breyta hæfileikakeppninni í rafræna keppni þar sem félögin sendu inn myndband. Kvöldvakan var utandyra með BMX Brós þar sem helmingur mótsgesta mætti og var raðað í 150 manna sóttvarnarhólf, á meðan hinn helmingurinn var á landsleik þar sem var einnig var raðað í 150 manna sóttvarnarhólf, síðan skiptu hóparnir. Venjulega erum við með lokahóf inni í íþróttahúsi þegar mótinu lýkur en núna afhentum við verðlaunin strax að loknum leikjunum úti á keppnisvöllunum.“ Veðurspá hafi ekki haft áhrif á keppni á mótinu en einhverjir lentu í vandræðum á tjaldsvæðinu vegna veðurs. Almannavarnir hafi gripið inn í og komið þeim í skjól. KF-Dalvík, Hamar og Þróttur Vogum sendu í fyrsta skipti lið á mótið. Svo er fjölgun í foreldrahópnum gríðarleg að sögn Sigríðar Ingu. „Þegar ég byrjaði í þessu 2017 var bara pæling hvort enginn myndi mæta og horfa á stelpurnar,“ segir Sigríður. Þær eru eldri en strákarnir sem mæta á Peyjamótið eftir tíu dag. Fjöldi foreldra sé svo mikill að þrátt fyrir fjölda veitingastaða þá beri Eyjan varla þennan fjölda. Fótboltasjúkum stelpuforeldrum fer fjölgandi. Spennandi verði að sjá hvernig skráning verði á mótið að ári. Að neðan má sjá fleiri myndir frá eftirminnilegri helgi í Eyjum. KA og Víkingur mættust í úrslitaleiknum þar sem Norðanstelpur unnu 3-1 sigur.TM Mótið Það var gaman að vera í KA í Eyjum. Hér fagna þær gulu og bláu sigrinum.TM mótið Hart barist í viðureign landsliðsins og pressuliðsins.TM mótið Sprett úr spori.TM mótið Mörkunum rigndi hjá KA-1 á mótinu. 28 mörk í tíu leikjum. Ekki var vörn og markvarsla síðri en liðið fékk aðeins 3 mörk á sig.TM mótið. Einbeitingin skein úr augum liðsmanns pressuliðsins.TM mótið MARK!!! Pressliðið fagnar marki.TM mótið Fjölmargir markverðir stóðu sig frábærlega á mótinu.TM mótið Flétturnar voru ekki lítið vinsælar hjá knattspyrnusnillingunum í Eyjum.TM mótið Vindurinn sá til þess að fáni TM mótsins blakti alla helgina. Eyjamenn þekkja vindinn betur en margir.TM mótið Markvörður Njarðvíkinga spyrnir frá marki.TM mótið KR-ingar nældu í einn bikar á mótinu.TM mótið Vestmannaeyjar Fótbolti Börn og uppeldi Ferðalög Íþróttir barna Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Undirritaður fylgdi liði KR til Eyja í þetta skiptið. Sjúkur fótboltaáhugamaður ekki síst þegar krakkarnir hans eiga í hlut. Eins og á öllum stórmótum væri óeðlilegt að koma sér ekki að stóra punktinum strax. Hver vann? Í stuttu máli þá vann KA, stelpurnar í gulu og bláu búningunum frá Akureyri. Fleiri fóru þó heim með bikara og minningar fyrir lífstíð á þessu fjölmennasta íþróttamóti sem haldið hefur verið í Eyjum þar sem fjöldi þátttakenda í formi keppenda, þjálfara og fararstjóra nam 1200 manns. Með allt niðrum sig Þrjár vikur eru síðan dóttir mín tilkynnti mér að eftir árshlé væri hún aftur byrjuð að æfa fótbolta. Fram undan væri Pæjumótið í Eyjum, kennt við styrktaraðilann TM, og hún ætlaði að fara. Einmitt. Fyrir mig var þetta mikið fagnaðarefni. Dóttir mín hafði hætt í fótbolta og snúið sér að dansi og fimleikum. Besta mál. En minnugur um mín eigin fótboltamót í æsku langaði mig mikið til að hún fengi að upplifa ævintýri í Vestmannaeyjum. Þegar áhuginn kviknaði skyndilega á ný þá var aldrei spurning um að láta ævintýrið verða að veruleika. Ekki bara ævintýri fyrir hana heldur líka mig. Ég er nefnilega fótboltasjúkt foreldri. Aðstæður eru vafalítið ólíkar á milli félaga. Hjá KR var sem betur fer pláss í hópnum þrátt fyrir skamman fyrirvara. En þar með eru ekki öll mál leyst. Alls ekki. Þremur vikum fyrir Pæjumót í Vestmannaeyjum ertu nefnilega í djúpum skít, ef þú hefur ekki gert neinar ráðstafanir. Það er bara þannig. Ferðir út í Eyju með bíl eru fullbókaðar. Hótel og gistiheimili eru full. Símtal á veitingahúsið Slippinn eða Hótel Vestmannaeyjar með von í brjósti um laust borð eða herbergi eru líkleg til að skila sér í hlátri starfsfólks yfir foreldri sem er ekki búið að vinna heimavinnuna sína. Sama gildir víðar á Eyjunni. Það er barist um hvert borð á kvöldin á Slippnum við höfnina.@slippurinn Ef þú ætlar á fótboltamót með krökkunum í júní þá ertu tilbúinn á tökkunum með vorinu þegar opnar fyrir bókanir í Herjólf. Þú bókaðir gistingu í október. Punktur. Tjaldið síðasti valkostur Örvæntingarfull leit getur þó skilað árangri. Kona nokkur í Eyjum er eflaust ein fjölmargra sem breytir húsinu sínu í gistiheimili þegar krakkamótin skella á. 20 þúsund krónur fyrir nóttina virðist kannski dýrt en þá er bara að kynna sér betur lögmálið um framboð og eftirspurn. Eyjamenn eru gestrisnir og margir fá að gista hjá fjölskyldu eða vinum. Hin hugrökku skella sér á tjaldsvæðið upp á von og óvon. Óvissan er mikil. Heimaey er líklega einn fallegasti staðurinn á Íslandi þegar veður er gott. En þegar það blæs og rignir þá hugsa tjaldbúar í Eyjunni fögru með hlýjum hug um rúmið sitt heima í Hafnarfirði eða í Stykkihólmi. Mótssvæðið. Herjólfshöllin fyrir miðju þar sem spilað var á tveimur völlum innanhúss. Týsvöllur til hægri, Hásteinsvöllur fyrir miðri mynd og svo Þórsvöllur til vinstri við tjaldsvæðið. Herjólfsdalur svo í baksýn þar sem eldarnir verða kveiktir um Verslunarmannahelgina.Erlingur Snær Erlingsson Allt í lagi ef þú ert í fellihýsi, hugsar kannski einhver? Segðu fólkinu það sem flúði með fellihýsið inn í Herjólfsdal í skjól við stóra Þjóðhátíðarsviðið aðfaranótt laugardags. Já, eða kvaddi fellihúsaeigendur og vini sína í snarheitum sem höfðu skotið yfir það skjólshúsi í gistivandræðum, og fékk inni hjá frænku vinkonu bróður Lárusar hennar Hafdísar, systur Jens bróður Guðmundar í bæ. Hjólandi liðstjórar Þótt Heimaey sé lítil þá kemur sér vel að hafa farartæki við höndina. Margir nýttu sér Hopp rafhlaupahjól sem hafa gert innrás á Heimaey. Sum félögin mættu með sendiferðabíla til Eyja til að ferja stelpurnar á milli staða. Leiðin frá gistingunni í skólanum getur verið nokkuð löng á leið í morgunmatinn í Höllinni snemma morguns. Sömuleiðis ferðin upp á Helgafellsvöllinn við hliðina á flugvellinum. Við vorum því frekar vængbrotnir pabbarnir tveir sem mættu á fyrstu liðstjóravaktina klukkan sjö á fimmtudagsmorgun. Hjólandi. Fram undan göngutúr í morgunmat og svo fyrsti leikur klukkan 8:20 á fyrrnefndum Helgafellsvelli. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum á Suðurlandinu að það hefur verið kalt í veðri undanfarnar vikur og svo sannarlega ekkert stuttbuxnaveður snemma morguns í Eyjum. Íþróttasvæði Eyjamanna er veglegt enda þurfa 1200 krakkar nóg af grasfleti fyrir tíu leiki á þremur dögum.Erlingur Snær Erlingsson Að sannfæra ellefu og tólf ára gamlar stelpur, þreyttar og nýkomnar úr svefnpokanum, um að búa sig vel fyrir daginn er hins vegar ekki auðvelt verk. „Mér er ekkert kalt,“ er fullkomlega skiljanlegt svar inni í hlýrri skólastofu í stuttbuxum og bol með takkaskóna í poka á bakinu. „Ég held það væri gott að taka húfu með, já og buxur, já og úlpu. Ertu með vettlinga?“ Inn um annað, út um hitt. Af hverju ættu þær að taka mark á pabba annarrar stelpu í liðinu? Hvað gæti hann mögulega vitað? Hálftíma síðar á leiðinni upp á völlinn. „Mér er kalt.“ Hvað kemurðu mörgum ellefu ára stelpum inn í Peugeot? Góð upphitun úti á velli getur þó ýmsu bjargað og þegar öllu er á botninn hvolft þá eru krakkar algjörir naglar. Ellefu ára stelpurnar í KR spiluðu í roki og rigningu, með sól inni á milli, tróðu sér níu inn í einn fólksbíl, í láni frá Eyjamömmu, til að hlýja sér á milli þess sem þær skoruðu mörk og fengu á sig. Þröngt máttu sáttar sitja í þessum ágæta fólksbíl á milli leikja í Eyjum.Kaffibolli og regnföt eru staðalbúnaður foreldra á fótboltamóti. Sigur, jafntefli og tap. Jafnir leikir er allt sem maður biður um. Keppni við jafningja. Foreldrar skelltu í sig hverjum kaffibollanum á fætur öðrum í kuldanum. Hugsandi til hinna foreldranna sem gátu sofið út því þeirra stelpur áttu ekki leik fyrr en upp úr hádegi. „Glæsilegt! Geggjaðar stelpur! Frábær barátta“ eru hin hlutlausu orð sem 99% foreldra árið 2021 láta fylgja inn á völlinn. Einstaka pabbi fer fram úr sér sem sjálfskipaður aðstoðarþjálfari. Ruglar stelpurnar í rýminu og setur aukna pressu á þær með skilaboðum í stresskasti á hliðarlínunni. Eða hreytir einhverju í ungan dómara. Algjör undantekning í dag sem betur fer. Stöðug fléttuvakt hjá mömmunum Árið 1992 fór ég á mitt Eyjamót, Shell-mótið sem þá hét. KR sendi fjögur lið. Í minningunni voru þjálfararnir þrír og einn pabbi sem stýrði fjórða liðinu. Alveg örugglega D-liðinu í því tilfelli eins og svo oft vill verða. Lökustu leikmennirnir fá minnstu tilsögnina. KR var með fararstjóra, einhverjir foreldrar, en þeir voru mun fleiri sem áttu engan stuðningsmann á hliðarlínunni en hitt. Nú er undantekning ef foreldri eða forráðamaður fylgir ekki liðinu til Eyja. Sumir einn dag en margir yfir þrjár nætur. Hvað er skemmtilegra en að fylgjast með krökkunum sínum? Þetta er fjölskylduveisla. Það blés nokkuð hressilega á stelpurnar í Víking og KA í úrslitaleiknum þar sem þær gulu og bláu unnu 3-1 sigur.TM mótið Og það eru vaktir. Foreldrar standa næturvaktir, liðstjóravakt, síðdegisvakt, kvöldvakt. Hjálpast til við að koma stelpunum hingað og þangað, í mat á réttum tíma, bóka ferðir og fylgja í sund, lágmarka slysahættu í spranginu, láta undan bragðarefspressunni og splæsa á línuna, fylgja hópnum á kvöldvöku, á leik landsliðs og pressuliðs svo ekki sé talað um úr heimahverfinu, út í Heimaey og til baka. Já, og flétta allar stelpurnar. Þar er óhætt að segja að mömmurnar standi feðrunum töluvert framar. Skipulögðustu félögin og þau öflugustu eru búin að skipuleggja ferðina með löngum fyrirvara. Bóka sendibíla, afla nestis til að hafa á milli leikja, manna allar vaktir og tryggja að álagið dreifist á milli foreldra með eðlilegum hætti. Jafnvel bjóða heim í „happy hour“, grilla saman eða hrista foreldrahópinn saman á einn eða annan hátt. Veltan nemur fleiri hundruð milljónum Það væri mjög áhugavert að átta sig á veltunni í Vestmannaeyjum þessar stóru helgar yfir sumarið. Miðað við að skipuleggjendur Þjóðhátíðar, ÍBV, hafa aldrei viljað gefa upp nákvæman gestafjölda á Þjóðhátíð er ansi bjartsýnt að ætla að fá einhver svör um slíkt. Ýmislegt má þó grófreikna með fyrirvara um skekkju. Fyrir liggur að tæplega 1200 stelpur taka þátt. Flestum gestanna fylgir stuðningsmaður og oft fleiri en einn. Sá gestur sem ég þekki best til er ég sjálfur og því ekki úr vegi að opinbera minn eigin kostnað við ferðina. Eftir sætan sigur á Helgafellsvelli koma skemmtilegar hugmyndir sem eru framkvæmdar, eins og þessi. 60 þúsund í gistingu og 25 þúsund í mat og drykk. Hugsa að það sé ansi vel sloppið. Við bætast 39 þúsund krónur í mótsgjald fyrir dótturina. 124 þúsund krónur var minn kostnaður við mótið yfir fjóra daga. Örugglega vel sloppið en gefur okkur eitthvað viðmið. Væri eitt foreldri á hverja stúlkuna 1200 værum við að tala um 150 milljónir króna. Meðaltalið er vafalítið hærra í fjölda stuðningsmanna á barn og því ljóst að veltan í Heimaey á fótboltahelgi nemur fleiri hundruð milljónum króna. Twerkað á hvolfi Foreldrar eru líka mættir út í Eyjar til að gera vel við sig í mat og drykk. Lifa og njóta. Það er skyldumæting á Slippinn að minnsta kosti einu sinni, þótt ég hafi reyndar brotið þá reglu sökum seinagangs við skipulagningu ferðarinnar. Foreldradjammið er skylda enda galopið tækifæri, nema þú standir næturvaktina í skólanum þá nóttina. Allir barnlausir og tilbúnir að skemmta sér. Fólk af sömu kynslóð, gamlir skólafélagar og jafnvel gamlar ástir. Fólk sem hefði fyrir nokkrum árum verið líklegra til að mæta til Eyja fyrstu helgina í ágúst en er þar nú snemma í júní. Böll hafa verið þessa helgi þar sem kviknað hefur í gömlum neistum og næturævintýri orðið að veruleika. Sökum samkomutakmarkana var vafalítið minna um það í ár þótt heyrst hafi af partýjum í heimahúsum langt fram eftir nóttu. Nokkrar föngulegar konur úr Fossvoginum buðu meðal annars heim í partý þar sem herramaður á fimmtugsaldri tók áskorun um að „twerka“ á hvolfi upp við vegg, á höndum. Maður er aldrei of gamall til að hafa gaman. Landsliðskonur framtíðarinnar Nóg af twerki og aðeins að mótinu sjálfu. Stelpurnar spila í sjö manna liðum, tíu leiki yfir þrjá daga. Hver leikur er tæpur hálftími með stuttu hléi. Hvert félag skráir liðin sín til leiks í ákveðinn styrkleikahóp. Að loknum hverjum degi er svo raðað í nýjan riðil eftir árangri og lagt upp með að lið fái andstæðinga við hæfi. Í 1200 stelpna hópi eru auðvitað nokkrar sem skara fram úr. Landsliðskonur framtíðarinnar. Leikir bestu liðanna eru því skemmtilegastir fyrir augað, þar sem tilþrifin eru flottust og mest undir. Stelpur sem ætla sér langt, með eigin drauma um að spila í bláum búningi í flóðljósum á Laugardalsvelli og syngja þjóðsönginn. Hart var tekist á í landsleiknum þar sem hvert félag átti einn fulltrúa.TM mótið Öll félögin sendu einn fulltrúa í leik landsliðs og pressuliðs á laugardeginum. Þar sáust heldur betur flott tilþrif. Leikina tvo má sjá hér að neðan. Og fyrst þú spyrð, lesandi góður, þá stóð markvörður KR á milli stanganna og hélt hreinu fyrir pressuliðið í 3-0 sigri í fyrri landsleiknum. Mér er ljúft og skylt að upplýsa um það. Allir í bikarséns Þótt bestu leikmennirnir fái mestu athyglina þá býður fyrirkomulag mótsins upp á að á lokadegi eiga öll lið möguleika á bikar. Þá er myndaður síðasti riðillinn þar sem sigurvegari hvers riðils mætir sigurvegara annars riðils í úrslitum um bikar. Þannig eiga allar stelpurnar möguleika á að líða eins og heimsmeisturum í lok dags á laugardegi. Þá skiptir engu hvort þú ert í liði 1 eða liði 12, hvort metið þitt í að halda á lofti sé hundrað eða tveir. Baráttan um bikarinn er raunveruleg og allt getur gerst. Matthildur markvörður KR-1 hafði nóg að gera í viðureign KR við meistaraefnin í KA. Bæði lið fóru þó heim með bikara í mótslok.TM mótið Fjarðabyggð, Rangæingar, Grindvíkingar, Framarar, Stjarna, Breiðablik, Njarðvík, RKV (Keflavík, Reynir, Víðir), Snæfellsnes, ÍA, ÍR, Valur, ÍBV, Fylkir, Þróttur, Þór, KA, Víkingur, áttu öll lið sem spiluðu úrslitaleik um bikar. Þvílík stund. Minning fyrir lífstíð. Hjá sterkustu liðunum mættust KA og Víkingur í úrslitaleik. Flestir reiknuðu með sigri KA sem hafði unnið 5-0 sigur þegar liðin mættust fyrr á mótinu. 3-1 sigur norðankvenna var niðurstaðan en liðið hafði nokkra yfirburði á mótinu. Vann alla leiki sína með markatölunni 28-3 samanlagt. Aníta Ingvarsdóttir skoraði þrennu í úrslitaleiknum. Nafn sem væri kannski vissara að hafa á bak við eyrað. En það er keppt í fleiru og þegar kemur að hæfileikakeppninni er metnaðurinn ekki minni hjá mörgum félögum. Hvort það er tilviljun eða til marks um hugarfarið norðan heiða þá vann KA líka sigur í hæfileikakeppninni. Þar unnu allar stelpurnar saman sigur með glæsilegu atriði. Fleiri félög buðu upp á frábær atriði, eins og Víkingar sem tefldu fram engum öðrum en Bassa Maraj. Eintóm skemmtun Þrátt fyrir að hafa skemmt sér vel fram eftir á kvöldin þá er ekkert annað í stöðunni fyrir fótboltasjúkt foreldri en að rífa sig upp fyrir allar aldir til að ná leikjunum. Ef ekki hjá eigin liði, þá hjá hinum KR-liðunum. Stelpur úr hverfinu að leggja sig fram og sýna frábær tilþrif. KA stelpur fagna sigri í mótinu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka. Víkingsstelpur voru fljótar að óska Norðanstelpum til hamingju eftir spennandi úrslitaleik.TM mótið Svo að fylgjast með börnum vina sinna í hinum og þessum félögum spæna upp og niður völlinn, skora mark og ærast af fögnuði. Eða hrynja í jörðina eftir dramatískt tap með tilheyrandi táraflóði. Allt fer þetta í reynslubankann. Hluti af stóra lærdómnum sem lífið er. Eftir að hafa horft á þúsundir fótboltaleikja í gegnum tíðina kemst fátt nálægt því þegar barnið þitt er að keppa, leggja sig allt fram og takast á við spræka krakka úr öðrum félögum. Lenda í mótlæti, fá meðbyr, takast eitthvað í fyrsta skipti, trúa ekki sínum eigin augum. „Sástu þetta pabbi?“ Svarið er yfirleitt já, enda getur maður ekki tekið augun af leikjunum. Ælupokinn getur komið sér vel Og svo þarf að komast heima af eyjunni, á stærri eyjuna. Báturinn heim. Spáin hafði ekki verið góð fyrir heimferðina og reglulegt umræðuefni á meðan móti stóð. Allir þó jafnþakklátir fyrir að ferjan siglir á 35 mínútum til Landeyjahafnar en ekki þremur tímum til Þorlákshafnar. Kæmust allir heim? Yrði bátsferðum frestað? Flugi þá líka? Aukanótt? Veðrið reyndist ekki svo slæmt að fresta þurfti báts- eða flugferðum en ælupokarnir í Herjólfi komu sér þó vel. Bæði fyrir ungar stelpur í spennufalli og foreldra með þriggja daga djammviskubit í svitabaði. Sumir voru að fara á sitt þriðja Pæjumót með stelpuna sína sem spilaði upp fyrir sig fyrir tveimur árum. Aðrir að mæta í fyrsta skipti og farnir að skipuleggja ferðina á mótið á næsta ári. Svo eru sumir sem ákváðu að eignast börnin sín með eins árs millibili og fara með strákinn sinn á Peyjamótið, Orkumótið svokallaða, eftir tæpar tvær vikur. Undirritaður er í þeim hópi, hlakkar mikið til og vonast til að vera búinn að endurheimta röddina sína eftir hvatningarhróp og kvöldskemmtun í Eyjum. Ekki séns að stækka mótið Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri segir TM-mótið hafa stækkað hratt undanfarin ár. 100 lið voru í fyrra en 120 í ár á fjölmennasta íþróttamóti sem haldið hefur verið í Eyjum. Nokkrar kenningar eru uppi varðandi aukninguna. Fleiri stelpur æfi fótbolta, áhugi félaga um að bæta umgjörð fyrir stelpulið sé að aukast, 2009 og 2010 eru fjölmennir árgangar (stundum nefnd kreppubörnin) og ferðalög til útlanda eru í lágmarki vegna kórónuveirufaraldursins. Sigríður Inga segir alveg ljóst að ekki sé möguleiki á að stækka mótið meira. „Við þurftum að gera breytingar á dagskránni fyrir mót þegar kom í ljós hvaða sóttvarnarreglur yrðu í gildi. Við gátum ekki verið með neinn viðburð inni í íþróttahúsinu eins og hefur alltaf verið þ.a.l. þurftum við að breyta hæfileikakeppninni í rafræna keppni þar sem félögin sendu inn myndband. Kvöldvakan var utandyra með BMX Brós þar sem helmingur mótsgesta mætti og var raðað í 150 manna sóttvarnarhólf, á meðan hinn helmingurinn var á landsleik þar sem var einnig var raðað í 150 manna sóttvarnarhólf, síðan skiptu hóparnir. Venjulega erum við með lokahóf inni í íþróttahúsi þegar mótinu lýkur en núna afhentum við verðlaunin strax að loknum leikjunum úti á keppnisvöllunum.“ Veðurspá hafi ekki haft áhrif á keppni á mótinu en einhverjir lentu í vandræðum á tjaldsvæðinu vegna veðurs. Almannavarnir hafi gripið inn í og komið þeim í skjól. KF-Dalvík, Hamar og Þróttur Vogum sendu í fyrsta skipti lið á mótið. Svo er fjölgun í foreldrahópnum gríðarleg að sögn Sigríðar Ingu. „Þegar ég byrjaði í þessu 2017 var bara pæling hvort enginn myndi mæta og horfa á stelpurnar,“ segir Sigríður. Þær eru eldri en strákarnir sem mæta á Peyjamótið eftir tíu dag. Fjöldi foreldra sé svo mikill að þrátt fyrir fjölda veitingastaða þá beri Eyjan varla þennan fjölda. Fótboltasjúkum stelpuforeldrum fer fjölgandi. Spennandi verði að sjá hvernig skráning verði á mótið að ári. Að neðan má sjá fleiri myndir frá eftirminnilegri helgi í Eyjum. KA og Víkingur mættust í úrslitaleiknum þar sem Norðanstelpur unnu 3-1 sigur.TM Mótið Það var gaman að vera í KA í Eyjum. Hér fagna þær gulu og bláu sigrinum.TM mótið Hart barist í viðureign landsliðsins og pressuliðsins.TM mótið Sprett úr spori.TM mótið Mörkunum rigndi hjá KA-1 á mótinu. 28 mörk í tíu leikjum. Ekki var vörn og markvarsla síðri en liðið fékk aðeins 3 mörk á sig.TM mótið. Einbeitingin skein úr augum liðsmanns pressuliðsins.TM mótið MARK!!! Pressliðið fagnar marki.TM mótið Fjölmargir markverðir stóðu sig frábærlega á mótinu.TM mótið Flétturnar voru ekki lítið vinsælar hjá knattspyrnusnillingunum í Eyjum.TM mótið Vindurinn sá til þess að fáni TM mótsins blakti alla helgina. Eyjamenn þekkja vindinn betur en margir.TM mótið Markvörður Njarðvíkinga spyrnir frá marki.TM mótið KR-ingar nældu í einn bikar á mótinu.TM mótið
Ekki séns að stækka mótið Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri segir TM-mótið hafa stækkað hratt undanfarin ár. 100 lið voru í fyrra en 120 í ár á fjölmennasta íþróttamóti sem haldið hefur verið í Eyjum. Nokkrar kenningar eru uppi varðandi aukninguna. Fleiri stelpur æfi fótbolta, áhugi félaga um að bæta umgjörð fyrir stelpulið sé að aukast, 2009 og 2010 eru fjölmennir árgangar (stundum nefnd kreppubörnin) og ferðalög til útlanda eru í lágmarki vegna kórónuveirufaraldursins. Sigríður Inga segir alveg ljóst að ekki sé möguleiki á að stækka mótið meira. „Við þurftum að gera breytingar á dagskránni fyrir mót þegar kom í ljós hvaða sóttvarnarreglur yrðu í gildi. Við gátum ekki verið með neinn viðburð inni í íþróttahúsinu eins og hefur alltaf verið þ.a.l. þurftum við að breyta hæfileikakeppninni í rafræna keppni þar sem félögin sendu inn myndband. Kvöldvakan var utandyra með BMX Brós þar sem helmingur mótsgesta mætti og var raðað í 150 manna sóttvarnarhólf, á meðan hinn helmingurinn var á landsleik þar sem var einnig var raðað í 150 manna sóttvarnarhólf, síðan skiptu hóparnir. Venjulega erum við með lokahóf inni í íþróttahúsi þegar mótinu lýkur en núna afhentum við verðlaunin strax að loknum leikjunum úti á keppnisvöllunum.“ Veðurspá hafi ekki haft áhrif á keppni á mótinu en einhverjir lentu í vandræðum á tjaldsvæðinu vegna veðurs. Almannavarnir hafi gripið inn í og komið þeim í skjól. KF-Dalvík, Hamar og Þróttur Vogum sendu í fyrsta skipti lið á mótið. Svo er fjölgun í foreldrahópnum gríðarleg að sögn Sigríðar Ingu. „Þegar ég byrjaði í þessu 2017 var bara pæling hvort enginn myndi mæta og horfa á stelpurnar,“ segir Sigríður. Þær eru eldri en strákarnir sem mæta á Peyjamótið eftir tíu dag. Fjöldi foreldra sé svo mikill að þrátt fyrir fjölda veitingastaða þá beri Eyjan varla þennan fjölda. Fótboltasjúkum stelpuforeldrum fer fjölgandi. Spennandi verði að sjá hvernig skráning verði á mótið að ári.
Vestmannaeyjar Fótbolti Börn og uppeldi Ferðalög Íþróttir barna Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira