Partý út um allt og veislusalir að bókast upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 18:48 Dagmar Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka viðburðafyrirtækja. Vísir/Sigurjón Viðburðafyrirtæki hafa vart undan við að skipuleggja samkomur fyrir hópa og fyrirtæki og viðlíka sala hefur varla sést síðan fyrir bankahrun. Salir eru að bókast upp og síminn stoppar varla hjá tónlistarfólki landsins, að sögn skipuleggjanda. „Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Það er bara brjálað að gera. Við höfum ekki undan við að svara fyrirspurnum og tölvupóstum. Það eru allir að bíða eftir að gera eitthvað saman,” segir Dagmar Haraldsdóttir, formaður Samtaka viðburðafyrirtækja. Sléttir fimmtán mánuðir eru á morgun fráþví að samkomubann var sett á hér á landi, í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, sagði forsætisráðherra og óraði engan fyrir því að næsta tæpa eina og hálfa árið myndi einkennast af inniveru og fjarfundum. Loks er farið að sjást til sólar nú þegar bólusetningum vindur fram og vinir, vandamenn og vinnufélagar fá að koma saman að nýju. Fyrirtæki stukku mörg hver á tækifærið þegar dregið var úr samkomutakmörkunum í síðasta mánuði og hafa nýtt sér 150 manna heimildina til hins ítrasta. „Maður finnur að fyrirtækin eru ekki bara að bóka einn viðburð heldur fjóra, fimm viðburði næstu mánuði bara til að setja í dagatalið,” segir Dagmar. Fréttastofa heyrði frá viðburðafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að viðlíka sala hafi ekki sést síðan fyrir bankahrun – þó veislurnar séu nokkuð lágstemmdari en til dæmis Baugsveislan fræga í Mónakó þegar Tina Turner steig á svið. Dagmar segir að nóg sé til í starfsmannasjóðum og að fólki sé farið að lengja eftir því að hittast, fagna og skemmta sér. Veislurnar séu því margar vissulega veglegar. „Fólk er klárlega að leyfa sér kannski aðeins meira þvíþaðá nóg til,” segir hún. Nú sé hins vegar hver að verða síðastur að skipuleggja árið. „Maður finnur það að salirnir eru að verða uppbókaðir og ekki síst tónlistarfólkið, sem er alveg frábært.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira