Lionel Messi var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Argentínu og hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Markið skoraði Messi úr aukaspyrnu á 33. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins.
Lionel Messi's last three #CopaAmerica games vs. Chile:
— Squawka Football (@Squawka) June 14, 2021
2016: Misses penalty in the shoot-out
2019: Sent off
2021: Scores
Redemption. pic.twitter.com/mJDpW0gzeB
Síle fékk vítaspyrnu á 57. mínútu. Arturo Vidal brenndi af vítaspyrnunni en Eduardo Vargas var fyrstur á boltann og skoraði.
Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-1 en í A-riðlinum eru einnig Bólivía, Paragvæ og Úrúgvæ.
Fjögur af liðunum fimm fara í átta liða úrslitin.