Icewear greinir frá þessu í tilkynningu, en salan opnar á morgun.
Haft er eftir Aðalsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra Icewear, að markmiðið sé að bjóða innlendum og erlendum gestum Þjóðgarðsins upp á úrval af gjafavöru sem tengist Þingvöllum, sögu Íslendinga og merkilegum atburðum, náttúru staðarins og ekki síst dýralífinu á svæðinu.
„Hönnun á vörulínu sem tengist Þingvöllum er þegar hafin og við erum mjög spennt fyrir því að takast á við verkerfnið sem tengist þessum merkilega stað sem skipar sérstakan sess í hugum allra Íslendinga,” segir Aðalsteinn.
Í tilkynningunni segir að Drífa ehf reki verslanir Icewear og Icemart og hafi þjóðgarðurinn á Þingvöllum tekið tilboði félagsins í veitinga- og verslunarrekstur á Þingvöllum í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. „Þrjú tilboð bárust í reksturinn og var Drífa ehf. með hagstæðasta tilboðið og er samningur gerður til 3ja ára með möguleika á að framlengja samning tvisvar sinnum um eitt ár.“